Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1934, Side 86
68
Tímarit Þjóðræknisfélags íslendinga
kringlu, en fjör og flug eru í frá-
sögninni thjá Carlyle, mörg leiftur
hans lifandi ritsnildar.
1 þessu sambandi má nefna. tvö
yngri samtíðarskáld Carlyle ’s,
amerísk, þá Henry Wadsworth
Longfellow og James Russell
Lowell, sem báðir tóku sér vrkis-
efni úr íslenzkum fornritum. Um
Long-fellow má bæta því við, að
það var fyrnefnd Heimskringiu-
þýðing Laing’s, sem kom skáldinu
til að leita. sér viðfangsefna í forn-
ritum vorum; er þar fyrst að
telja kvæði Longfellow’s “The
Challenge of Thor” (Þórseggjan),
norrænt mjög að bragarliætti og
anda, inngangskvæðið að kvæða-
floltki hans um Ólaf konung
Tryggvason (“The Musician’s
Tale”) í ritinu “The Tale.s of a
Wayside Inn (1863); en þó margt
sé þar snjallra lýsinga og frá-
sagna, nær skáldið hvergi nærri
eins vel forn-íslenzkum anda og
stílþrótti og hann gerði í “Þórs-
eggjan” sinni. Ekki er þó að efa
það, að þessi kvæðaflokkur Long-
fellow’s varð til þess að draga at-
hygli fjölda nýrra lesenda að ís-
lenzkum fornsögum.
Lowell orkti eitt merkiskvæði
um íslenzkt efni “The Voy-
age to Vínland” (Vínlandsferðin,
1868), og er það miklu norrænna
að blæ og anda heldur en kvæða-
flokkur Longfellow’s um Ólaf
Tryggvason. Víða annarsstaðar
í kvæðum Low-ells bregður fyrir
samlílringum • úr íslenzkum forn-
ritum og tilvitnunum úr þeim, og'
er því bersýnilegt, að hann hefir
verið harla kunnugur fomsögum
vorum og fornkvæðum.
Um Vínlandsferðirnar — Ame-
ríkufund Islendinga-—hafa ýmsir
aðrir enskir og amerískir rithöf-
undar samið skáldrit, og er lítt að
kynja, þó afreksverk þetta í sigl-
ingum og landafundum hafi heill-
að hugi sögu- og ljóðskálda.
Robert M. Ballantyne, skozkur
rithöfundur reið þar fyrstur á vað-
ið með skáldsögunni “Norsemen in
the West” (Norrænir menn vestra,
1872), en lélega er þar á sögulegu
efni haldið, frásögnin dregin á
langinn og því leiðinleg. Þó var
bók þessi prentuð sex sinnum á
átta árum í Lundúnum, og hefir
f'ólk af þeim viðtökum að dæma
g'irnst að lesa um ferðir þessar, en
litlum [vinsældum átti hún hins-
vegar að fagna í Vesturheimi.
Miklu betur sögð og skemtilegri er
skálds’agan “The Thrall of Leif
the Lucky” (Þræll Leifs heppna,
3902), eftir Ameríkukonuna Ot-
tilie Adeline Liljencrantz, enda
heldur liún sér stórum fastar við
jörðina og söguleg sannindi held-
ur en margir þeir, sem ritað hafa
um þessi efni og fylt óspart í eyð-
urnar með taumlausri ímyndun
sinni. Önnur amerísk skáldkona,
Genevra Snedden, gaf út fvrir
ekki mörgum árum síðan (1924)
prýðisvel sagða, fjöruga og fróð-
Jega unglingasögu um svipað efni,
“Leif and Thorkel” (Leifur og"
Þorkell), og fléttar inn í frásögn-
ina glöggar lýsingar á siðum ogv
lífi norrænna manna. Skáldsaga
Maurice Hewlett’s um Guðríði
konu Þorfinns Karlsefnis verður
tekin til athugunar með öðrum
skáldritum þess höfundar lít af
efni úr íslenzkum fornsögum.
Ýmsir hafa því ráðist í, að færa
í skáldsögubúning atburðaríka æfi