Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1934, Side 82
64
Tímarit Þjóðræknisfélags íslendinga
þýðlegan 'búning. Svo mikið er
víst, að enska þýðingin varð vin-
sæl mjög og hafði miltil áilirif.
Hefir hún síðan verið prentuð í
endurhættum og auknum útgáfum;
en það er til marks um varanleg á
hrif hennar, að þriðja útgáfan
(1847) glæddi stórum áhuga Wil-
lards Fiske ’s á íslenzkum fræðum.
Þá er hitt ekki ómerkilegra, að
f'ræðimenn telja, að fyrsta höfuð-
skáld enskt, sem sótti yrkisefni í
íslenzk fornrit, hafi leitað þangað
til fanga fyrir áhrif frá “North-
ern Antiquities ’ ’; en það var
Thomas Gray, eitt af ágætustu
skáldum Englendinga á seinni
hluta 18. aldar, liöfundur afbragðs-
kvæðisins “Elegy in a Country
Church Yard” (Kirkjureiturinn),
sem er eitthvert allra víðfrægasta
kvæði í enskum bólanentum, og ís-
lendingum er lumnugt í þýðingum
þeirra Einars skálds Benedikts-
sonar og síra Evjólfs Melans.
Margt. ber því vitni, að Gray
hefir verið talsvert kunnugur nor-
rænum fræðum. Um hitt liafa
fræðimenn ekki orðið á eitt sáttir,
að hve miklu leyti hann hafi kunn-
að norræna tungu; hafi svo verið,
mun þekking hans á henni liafa
verið af næsta skornum skamti.
Kvæði hans um íslenzk efni “Tlie
Fatal Sisters” (Valkyrjurnar) og
“The Descent of Odin” (Niður-
stigning Óðins) eru miklu fremur
eftirlíkingar en þýðingar á “Darr-
aðarljóðum” Njálu og “Vegtams-
kviðu” (Baldursdraumum) Sæ-
mundar Eddu. En einmitt vegna
þess, að skáldið bindur sig ekki um
of við bókstaf frumkvæðanna hef-
ir honum tekist, að ná anda og
krafti þeirra. að hreint ekki litlu
leyti. Gray varð þannig “liið
fyrsta málsmetandi skáld utan Is-
lands, sem skyggnist inn í töfra-
heim fornaldariimar og kemur
auga á lýsigmllið, sem dreifir
myrkrunum,” eins og dr. Jón
Stefánsson kveður heppilega að
orði.
Og þessar stælingar Gray’s af ís-
lenzkum fornkvæðum gerðu tvent:
þær drógu athygli f jölda manna að
auðlegð og sérkennileik fornbók-
menta vorra, og beindu hugum
ýmsra skálda inn á nýja braut, að
rómantíslmm viðfangsefnum, hinu
foma, fjarlæga og stórfelda. Með
þessum og keltneskum kvæð í.n
sínum varð Gray einn af helztu
fyrirrennurum i-ómantísku bók-
mentastefnunnar á Englandi.
Kringum aldamótin 1800 komu
út tvö rit, sem mjög urðu til þess,
að auka áhuga og þekkingu ensku-
mælandi lesenda. á íslenzkum fræð-
um. Árið 1797 gaf A. S. Cottle út
þýðingu sína í bundnu máli af
Sæmundar-Eddu, hina fyrstu á
enska tungu, með ítarlegum for
mála, skýring-um og inngangskvæði
eftir skáldið Southey, sem síðar
mun vikið að. Ekki er hér þó um
að ræða nema þýðingu á nokkrrm
lduta frumritsins, því að Cottle
lagði til grundvallar verki sínu
fyrsta bindið af Eddu-útgáfu Árna
Magnússonar nefndarinnar, sem
prentuð var í Kaupmannahöfn
1787, og þýðir auk þess ekki “Sól-
arljóð, ’ ’ sem þar eru prentuð í við-
auka. En þó ýmislegt megi finna
að þýðingu Cottle’s er hún engu
að síður merkileg, ekki sízt þegar