Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1934, Qupperneq 123
Eitt orð úr máli mannshjartans
105
1 Styrmisliöfn gekk alt sinn
vanagang, fiskirí og fiskileysi;
mótorbátar komu og' fóru inn
fjörðinn og hljóðið bergmálaði í
fjöllunum, eins og sálmasöngiur
um daglegt brauð. Fólkið vann
og slæptist, elskaði og ilskaðist,
kjaftavaðallinn sauð og iðaði eins
og síldartorfa í logni; en dulin þrá
eftir fegurð og lireinleika bærði
hjörtu fólksins innst inni eins og
andvarinn hreyfir ósýnilega vatns-
dropana í tæru lofti. Vélaskrölt,
hróp og köll, söngur og hjólböru-
ískur, klukknahljómur í lífi og
dauða. AJlar andstæður heimsins
og allar þarfir og þrár voru sam-
ankomnar í Styrmis'höfn. Þar
vöru ástaræfintýri og þar voru
þingmálafundir og þar var herra
hæstaréttarlögmaður Ólafur Run-
ólfsson kosinn á þing til þess að
koma lagi á atvinnuvegina, til þess
að spara og til þess að bjarga
heiðri þjóðarinnar út á við! Og
herra alþingsmaður Ólafur Run-
ólfsson varð mikill maður og eign-
aðist marga togara, ’hús og lóðir.
Hann tapaði á liverju ári, veinaði
undan útsvarinu og bölvaði skött-
unum, en alt af fjölgaði togurun-
um, húsunum og lóðunum, sem
hann átti. Og' meðan Stína Sveins-
dóttir frá Grund arkaði sína gömlu
g'ötu í gúmmístígvélum upp að
hné, með hrufóttar og meiddar
hendur og alvarleg augu undir
'bláum skýluklútnum, hélt Ólafur
áfram rétta boðleið eftir breiðasta
þjóðvegi hins borgaralega lífs.
Nú var fyrir löngn orðið al-
dimmt í skrifstofu prestsins, en
hann lagði aftur augun, eins og
hann væri að forðast að sjá eitt-
hvað, sem kæmi til móts við hann
í myrkrinu. En hann sá samt.
Hann sá blossandi, rauðar og
flöktandi eldtungurnar, sem gusu
upp úr hverri íslenzkri bygð, þeg-
ar Ólafur Runólfsson varð uppvís
að fjársvikum og að því að gera
sviksamlegia tilraun til að fá út-
lendum bröskurum í bendur þýð-
ingarmikil réttindi. Eig'nalaus,
yfirgefinn af konu og tengdafólki,
farinn að lieilsu og kröftum hafði
hann staðið fyrir dómstólunum.
Læknarnir sögðu honum hættu
búna, ef hann yrði settur í fangelsi
og loks varð niðurstaðan sú, að
Jói gamli bróðir hans í Styrmis-
hafnarþorpinu tók hann til sín
þessi þrjú árin, sem hann hélt
heilsunni sjálfur. Þá kom til kasta
hreppsnefndarinnar að koma hon-
um Ólafi fyrir, því að þarna var
hann orðinn sveitlægur, en samt
öllum ókunnugur í Styrmishöfn,
'einförull um daga og nætur, beisk-
ur og fámáll; mæðurnar, sem réðu
ekki við óþægðina í krakka-óhræs-
unum, sem þær sjálfar liöfðu alið
og gefið að sjúga, sögðu þeim, að
þær skyldu láta hann Óla gamla
Runólfsson taka þau, ef þau hefðu
ekki friðinn og skömmuðust til að
gegna á auga lifandi bragði.
Og þama sátu þeir á lirepps-
nefndarfundinum, inni á skrifstofu
séra Karls í Styrmishöfn, fjórir
menn fyrir utan hann, skrifstofu-
maður með gyltar nefklemmur sem
hann stundum lét sveiflast á löngu,
svörtu silkibandi, ungur l)arna-
kennari með sakleysislegan svip og
tveir bændur, sem töluðu aldrei í
ræðustíl, en það var samt 'hlustað
á það, sem þeir sögðu. Þetta var
vandamál, sem um var að ræða.
Þeir höfðu leitast fyrir alstaðar,