Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1934, Side 74
56
Tímarit Þjóðrœknisfélags íslendinga
En kvæðið, sem margir munu
þekkja (sjá Úrvai, kls. 213), hefir
fyrir einkunnarorð byrjunina á
hryn'hendu Arnórs jarlaskálds til
Magnúsar góða:
Haukur réttr ertu Hörðadróttinn,
hverr gramr er þér stðrum verri, o. s. frv.
og byrjar þannig:
“Noregs frægi, nýi skáldaspillir
Norðurlöndin sýnast eitt í dag,
meðan skáldið gjörvall heimur hyllir
heiðra son sinn þau með einum brag.
Haukur ertu Hörðadrottinn fríður,
hvass á brún sem fyrrum ern og frjáls,
Dofra fóstri, frændi kær, þér býður
frægðarkveðju land þíns gamla máls.
Hér lrvað við annan tón. Nú
var föður mínum farið að lítast
betur á Björnson en honum leizt
við fyrstu samfundi þeirra 1872.
Hann hafði auðvitað löngu gleymt
þeim erjum, og eins og’ svo að
segja allir, ekki sízt andans menn,
liafði hann löngu lært að meta
hinn arnfleyga skáldjöfur Norð-
manna og dáðist að mælsku hans,
mannúð og snild jafnt í hundnu
sem óbundnu máli. Þessvegna
hleður hann á skáldbróður sinn
lofinu alveg óspart og seg’ir:
“Enginn síðan aldinn skáldaspillir
orti ljóð um þann, sem féll á Storð,
enginn síðar sannleiks hörpustillir
söng og kendi drengilegri orð;
enginn' kappi hjó svo hart og svifti
heillar þjóðar dauðri vanatrú,
enginn svanur landsins hjarta lyfti
listasnjalt og kröftugt eins og þú.”
Og svo koma enn fimm erindi
hvert öðru vingjarnlegra í garð
Björnsons — þakkaróður fyrir
frjálslyndi hans og drenglunduðu
haráttu fyrir sannleik og réttlæti.
Ef Björnson hefði lesið og skilið
þetta kvæði er óhugsanlegt annað
en að hann hefði hlakkað svo yfir
því, að hann hefði a. m. k. komið
öðrum til að njóta þess með sér og
hefði síðan skrifað föður mínum
hið hlýjasta þakkarbréf, eins hlýtt
og hann gat bezt miðlað af sínum
mikla bjarnyl. Tel eg’ þá sennilegt,
að ekki hefði slitnað sambandið
milli þeirra úr því.
Það má vera, að Björnson hafi
lesið eða byrjað að lesa kvæðið, en
þá befir hann ekki skilið það eða
réttara ekki gefið sér tíma til að
reyna að skilja það eða fá hjálp
til að skilja það, og hefir hann þá
lagt það á glámbekk og síðan hefir
honum gleymst að athuga það nán-
ar. Þetta þykir mér miklu senni-
legra, heldur en að hréfið hafi glat-
ast og aldrei komist í hendur
Björnsons, en þeirri skoðun hélt
frú Karólína Björnson fram mörg-
um árum seinna. Eg var staddur
í Noregi haustið 1919 og’ kyntist þá
hinni gáfuðu konu og miklum Is-
landsvini Ingu Björnson (bróður-
dóttur skáldsins).. Eg sagði henni
frá því, að Björnson hefði aldrei
þakkað kvæðið, sem eg nú í þetta
skifti las upp fyrir hana og þýddi
jafnóðum eftir beztu getu. Hún
var afarhrifin af kvæðinu og vildi
fullyrða að alveg væri fráleitt að
Björnson hefði nokkurn tíma feng-
ið það, úr því hann aldrei mintist
á það, en hún hét strax næsta dag
að finna frú Karólínu að máli og
spvrja hana livað hún vissi um
það. Hún gerði þetta og kom
dáðum-hróðug til mín aftur daginn
eftir með skilaboðum um að frúin
vildi gjarnan sjá mig og spjalla
við mig frekar um þetta máí, en
svo mikið mundi mega telja víst
að bréfið og kvæðið lilytu að hafa
glatast úr því Björnson mintist á