Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1934, Síða 129
Fmtánda ársþing
111
fólki kostur á, áður en þessu þingi lýkur aö
sjá ávextina af þessu starfi. Kennari
stúlknanna er og hefir verið Gordon Ack-
land. Vann hann í 3 ár kauplaust, en þigg-
ur nú dálitla þóknun. Karl Kristjánsson
er kennari drengjanna.
Auk leikfimis kenslunnar, sem Fálkarnir
sjá um, hafa menn úr þeirra flokki tekið
mikinn þátt I Hockey.leikjum bæjarins og
fylkisins, en enn sem komið er ekki vakið
á sér almenna eftirtekt fyrir listfengi í
þeirri grein, sem þeir þó þurfa að gera, og
eiga eftir að gera. 1 vetur sækir fram flokk-
ur, sem kallar sig “Vlkingarnir,” i þeirn
deild Hockey-leika Manitoba, sem nefndir
sig Senior B deild. Hafa þeir verið harð-
snúnir og staðið sig hið bezta, enda þurfa
þeir þess, ef Víkings-nafninu á ekki að verða
misboðið.
Um bikar pjóðræknisfélagsins var kept
hér í Winnipeg í fyrra vetur og unnu Fálk-
arnir sigur i þeirri samkepni.
Eg vil votta þessu athafnamikla félagi,
embættismönnum þess, kennurum og nem.
endum þökk J^jóðræknisfélagsins, fyrir lif-
andi áhuga og lofsamlega staðfestu við
íþróttamálin.
EndurskoSun grundvallarlaga:
Pað mál er íhöndum nefndar úr fram-
kvæmdarnefndinni, sem að sjálfsögðu gerir
skilagrein á þinginu.
Ú t breiSslumdl:
Kringumstæður hafa hamlað framkvæmd-
arnefndinni frá að sinna útbreiðslumálinu
eins mikið og þurft hefði á árinu, en þð
heimsóttu nefndarmenn nokkrar bygðír á
árinu I þeim erindum með nokkrum árangri.
Dr. Rögnv. Pétursson og Árni Eggerts-
son fóru til Vatnabygða og Árni Eggertson,
Páll S. Pálsson og Jónas Thordarson til
Selkirk.
Gripasafnsmál:
Mál þetta er hið mesta þarfamál, því oss
er öllum ijóst, að fjöldi verðmætra muna
og bóka fluttust vestur um haf með hinum
eldri íslendingum og er hætta á, við frá-
fall þeirra, að þessir munir gleymist, týnist
eða eyðileggist. Pað er því brýn nauðsyn
á að vernda þá. pjóðræknisfélagsnefndin
hefir athugað þetta mál all-rækilega og hef.
ir farið fram á við umboðsmenn þjóðmenn-
ingarsafnsins í Winnipeg, að það veiti slík-
um munum móttöku til varðveizlu í því safni
og hafa þeir orðið við þeim tilmælum. Vér
viljum því minna alla landa vora á, sem
kynnu að hafa slíka muni I vörslum sín-
um, að halda þeim til haga og láta annað
hvort pjóðræknisfélagsnefndina vita um þá,
eða senda þá beint til minningarsafnsins hér
I Winnipeg.
Sextíu ára afmœli pjóðrœknis-
starfsins í Ameriku.
pað mál er stórmerkilegt mál—einn þátt-
urinn úr sögu Islendinga I Ameríku, og ekki
sá minsti. í fyrra, þegar séra N. S. Thor-
láksson minti á það, voru vlst allir sam-
huga með að minnast bæri þessa kafla úr
sögu vorri á sem áhrifamestan hátt, sem
unt væri. Nefndin hefir þvl fengið Dr.
Rögnv. Pétursson til að flytja erindi um
málið á þessu þingi og efast eg ekki um
að hann leggi til, eða þá þingið, að eins
mikil áherzla og unt er verði lögð á að út.
breiða þá minningu, sem vtðast og sem bezt
að föng eru á meðal íslendinga.
Fjármál:
Við erum stödd I harðæri, peningakreppu
og verzlunar- og viðskiftadeyfð. En samt
höfum við þá fregn að flytja, að fjárreiða
pjóðræknisfélagsins er I betra standi en hún
var, árið sem leið. Sjóðir allir hafa vaxið
á árinu eins og féhirðir mun skýra yður
frá og eiga fjárreiðumennirnir þakkir skilið
fyrir þá frammistöðu.
Eg mætti geta þess, að Selskinnu-sjóður-
inn, að upphæð $132.06, hefir verið afhentur
réttum hlutaðeigendum á íslandi á árinu.
Jón J. Bildfell.
Kom þá tillaga frá Dr. Rögnv. Péturssyni,
studd af Árna Eggertssyni, að forseti skipi
þrjá menn I kjörbréfanefnd. Samþykt.
Forseti útnefndi þá:
Ásm. P. Jóhannsson,
Pórð Bjarnason og
Jón Jóhannsson.
Dr. Rögnv. Pétursson gerði tillögu, studda
af B. E. Johnson, að forseti skipi þrjá menn
I dagskrárnefnd. Samþykt.
Nefndi forseti þá:
Dr. Rögnv. Pétursson
Próf. Richard Beck og
Pál Guðmundsson.