Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1934, Qupperneq 62
44
Tímarit Þjóðrœknisfélags Islendinga
an Elksá, og að eg hefði að lokum
farið eftir iians leiðsögn. Sagðist
eg vera glaður að vita, að eg væri
þó ekld kominn lengra en þetta af
réttri leið, og að nú mundi eg rata
til herra Thomas Camphell ’s.
“Það verður bezt fyrir þig að
vera hér í nótt,” sagði konan, þeg-
ar eg var í þann veginn að kveðja
hana og snúa til baka að 'brúnni.
“Þú hefir komið langan veg í dag,
og þú ert orðinn þreyttur. t
fyrramálið getur þú fundið
Thomas Camphell. — Maðurinn á
hvíta hestinum sem þú mættir á
hálsinum í kvöld, er Duncan son-
ur minn. Hann hefir ætlast til, að
þú vrðir liér nætursakir, því að
hann veit, að Thomas Camphell og
lians fólk verður á samkomunni,
sem haldin verður í nótt í skóla-
liúsinu niðri í dalnum og kemur
ekki heim fyr e-n í dögun á morg-
un. Eg vil þessvegna að þú verð-
ir hér í nótt.”
Eg tók þessu góða hoði með
þökkum og var hjartanlega feginn
að geta fengið þarna næturgist-
ingn, því að eg var orðinn hæði
þreyttur og svangur. Og gekk eg
heim að húsinu með konunni og
litlu stúlkunni.
(Eg fékk síðar að vita, að þessi
kona var ekkja Malcolms Camp-
hell, sem var skipstjóri um langt
skeið og na.fnkunnur merkismað-
ur í Nýja.-Skotlandi og átti lengi
lieima í Dartmouth. Hann dó
stuttu áður en íslendingar tólm
sér hólfestu á Mooselands-hálsum.
Frú Camphell hjó nú með sonum
sínum t.veimur, Duncan og Eohert,
á þessum húgarði við E'lksá, og
var Duncan talinn fyrir; og það
var hann, sem eg hitti um kvöldið
á hálsinum).
Þegar eg kom inn í húsið, vísaði
frú Camphell mér til sætis í borð-
stofunni, og litlu síðar bar hún
mat og drykk á borð fyrir mig.
Hún sagði mér að hún og litla
stúlkan ætluðu að sækja samkom-
una, sem lialdin yrði um nóttina í
skólahúsinu niðri í dalnum, og þar
yrði systir sín líka. En hún sagð-
ist ætla að búa um mig, áður en
hún legði af stað, á legubekknum
þar í stofunni, og gæti eg lagt mig
til svefns þegar eg vildi.
“Þegar þú vaknar á morgun,”
sagði liún, ‘ ‘ þá verðum við öll kom-
in heim, því að samkoman varir
ekki leng-ur en til klukkan eitt eða
Ivö í nótt. — En áður en þú ferð
að hátta, g’eturðu ef þú vilt, talað
við hann herra Farmann, því að
hann fer ekki með okkur til sam-
komunnar. Hann er Islendingur
eins og þú.”
“Á tslending’ur hér heima?”
spurði eg og leit stórum augum á
frú Camphell.
“ Já,” sagði hún; “og eg er viss
um að liann hefir gaman af að tala
við þig. Það er svo langt síðan
liann var með tslendingum. Eg
hefi þegar látið hann vita, að þú
verður hér í nótt.”
Undir eins og eg var búinn að
borða, sagði frú Campbell að eg
skyldi koma með sér yfir í her-
bergið hans herra Farmanns. Og
var eg fús til þess. Við gongum
svo út úr borðstofunni, og komum
von bráðar að dyrum, sem voru
innar í húsinu. Konan drap hægt
á hurðina og sagði um leið:
“Herra Farmann, hérna kem eg