Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1934, Side 92
74
Tímarit Þjóðrœknisfélags íslendinga
sögn, hvað þá heldur þegar atburð-
irnir eru einangraðir í snildarmeð-
ferð skáldsins. Kaflinn um víg
Gunnars er meistaraverk, sem
bregð'Ur lj'óma yfir norrænan
hetjuskaj). Skáldið bregður nýrri
birtu á útlagann, Hallgerði og
Rannveigu. Frásögnin um víg
Gunnars í Njálu er stuttorð og'
gagnorð og hlutlaus. Leikrit Bot-
tomleys gæðir kaflann nýju lífi,
málblær og meðferð efnis er glæsi-
legt og viðhafnarmikið. Ef stíll-
inn á rót sína að rekja til annars
cn eig’in meðvitundar skáldsins
sjálfs, þá hlýtur það að vera til
])ess engilsaxneska málskrúðs, sem
William Morris og félagar lians
vildu telja fegurstan búning ensk-
unni.
Það eru mörg' snjöll tilþrif í
]iessu fagra leikriti, sem gaman
væri að taka. upp hér, margar
perlur, sem hægt er að dást að og
dreyma yfir eins og gómsætu víni,
sem gamall víkingahöfðingi hefir
flutt heim með sér af suðurvegum.
Forneskjulegt og óheillavænlegt er
samtal þeirra Gunnars og göngu-
kvennanna þriggja. Ugg þeim og
óheillasyjá, sem felst í því atriði
leiksins, er vel lýst með orðinu
geigvœnlegur. SamtaliÖ er engu
síður eggjandi og ógnþrungið en
nornadansinn í “Machbeth.” Það
felur í sér örlagadóm Gunnars, og
áhrifin eru svo þung og geigvæn-
leg, að svo virðist, sem léttara
verði yfir, þegar lýst er víginu
sjálfu á eftir. Þar er líka prýði-
lega með efnið farið, það er hreinu
og göfugur skáldskapur. ” (bls.
70-72).
Loks er þess að geta, að sjálft
núverandi lárviðarskáld Englend-
inga, John Masefield, hefir fund-
ið viðfangsefni tveg'gja rita sinua
í íslenzkum fornbókmentum.
í eitt leikrita sinna, “The Lock-
ed Chest” (1906), hefir Masefield
sótt efniviðinn í Laxdæla sögu,
aðallega í 14. og' 15. kapítula henn-
ar (útgáfa Kaalunds). En í þeim
köflum segir frá viðskiftum þeirra
Ingjalds Suðurevjagoða og Þórð-
ar godda út. af Þórólfi þeim, er
vegið hafði Halla bróður Ingjalds.
Vigdís kona Þórðar var frænd-
kona Þórólfs, og leitaði hann á-
sjár hennar; varð hún vel við og
kom honum undan, er Ingjaldur
keypti Þórð bónda hennar til að
segja til Þórólfs. En Þórði hefnd-
ist fvrir lítilmenskuna, því að hann
varð bæði af fénu, er Ingjaldur
hafði goldið honum, og a.f kon-
unni.
Masefield fylgir í aðalatriðun-
um frásögn Laxdælu, en hefir jafn-
framt aukið við efnið, fylt í evð-
urnar. Sagan getur þess t. d. eigi
með einu orði, að Vigdís hafi
bjargað Þórólfi úr klóm Ingjalds
og fylgdarmanna hans með því að
loka hann niður í fatakistu þá hina
miklu, sem leikritið dreg'ur nafn
af. Laxdæla nefnir það að vísu, að
Vigdís hafi sagt. skilið við Þórð
godda (16. kapítuli), en hvergi
seg-ir þar frá því, að hún hafi á
brott hlaupið með Þórólfi, en á því
endar leikritið.
Þó að “The Locked Chest” jafn-
ist eigi á við beztu leikrit Mase-
fields að áhrifamagni eða listfengi,
er þar vel með efni farið. Frá-
sögnin er blátt áfram, laus við alla
útúrdúra, með undirstraum djúpra
tilfinninga. Skáldinu hefir tekist
að halda hispursleysi sagnastílsins