Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1934, Blaðsíða 104
Um bygð og óbygð
Eftir O. T. Johnson.
Það mun vera nærri sanni, að
orðið “bygð” liafi hjá Yestur-ls-
l'endingum lilotjið nýja merkingu
frá því er viðgengist hefir áður í
íslenzku máli. Þegar vér tölum
um bygð eða. bygðir, þá er oftast
átt við staði, þar Islendingar eru
búsettir. Sú merking orðsins læt-
ur vel í eyrum og vekur þjóðrækn-
istilfinningar, því: “ættjarðar-
böndum grípur hver grund, sem
grær kringum fslendings bein.” Og
þegar vér tölum um bygðir ann-
ara þjóðflokka, nær það eigi eins
hjartnæmum tökum, og orðið
“bygð” er þó eins og' með annar-
legri blæ. Orðið ‘ ‘ bygð ’ ’ hefir náð
þeirri hefð í vestur-íslenzku máli.
1 upphafi var ó-bygð er varð
bygð, íslenzk bygð. Sú breytiþró-
un hlýtur að skoðast eftirtektar-
verð og' verðskulda að henni sé
gaumur gefinn. Nú, þegar “bygða-
meðvitund” Vestur-íslendinga er
óðum að hverfa, yngai kynslóðin að
færast út fyrir takmörk íslenzkra
landnámsmanna, þá virðist eig'i úr
vegi að giæða hið liðna og halda á
lofti myndum úr vestur-íslenzku
bygðalífi.
Um íslenzkar bygðir hafa marg’-
ir ritað, en vonandi er það eigi að
bera í lækinn bakkafullan, þó hér
verði reynt að bregða. upp fáein-
um bygða-myndum, án þess að
nafngreina nokkra sérstaka bygð-
arbúa. Allar vestur-íslenzkar
bygðir eiga svipaða sögu, þó stað-
hættir hafi verið breytilegir.
Sá, er orð þessi ritar, er borinn
og barnfæddur í íslenzkri bygð, af
bygð kominn og til bygðar að
hverfa—í anda. Tíu vetra tók
hann fyrst að nema enska tungu,
því á barnaskóla var eigi völ í bygð
Iians fyrstu frumbýlisárin. Bygð
sú var skólalaus, læknislaus og
prestslaus á frumskeiði, þó eigi
væri íslenzkir frumbýlingar ráð-
þrota í þeim efnum, eins og síðar
verður að vikið.
Um bygð verður eigi talað, án
þess að minnast á óbygð, því í
fyrstu var hver bygð óbygð. Skáld-
ið eitt líkir þeirri óbygð við kon-
ungsdóttur í álögum er ’bíði hins
hvíta manns. Er það skáldleg lýs-
ing og sönn, því “fagurt og frítt”
var landið, sú óbygð eins fögur og
nokkur konungsdóttir getur verið.
Álög hennar svo töfrandi, heilnæm
sem heiðloft vorsins og tárhrein
eins og nýfallinn snjór vetrarins.
Og að íslenzkir æfintýramenn
sig’ldu yfir hafið til þess á vígvöll-
um frumbýlisþrauta að offra
þeirri fögru konungsdóttur þreki
sínu og liugrekki, er endurtekning
íslenzkrar sögu og bjarmi frá
löngu liðinni víkingaöld.
Vér, sem vorum í herminn 'bornir
á frumbýlisárunum, lærðum að
þekkja hvorutveggja, bygð og ó-
bygð. Hin vestræna óbygð á þau
ítök í hjörtum þeirra, er hana
þekkja, sem eigi geta orðið
gleymsku að bráð.
E(f vér leggjum hið skáldlega til
hliðar og’ athugum óbygðina í
praktísku ljósi, þá verður eigi eins
auðvelt að réttlæta komu hins hvíta
með því, að hver óbygð hafi beðið