Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1934, Síða 28
10
Tímarit Þjóðrœknisfélags Islendinga
Orka dagsins þvarr á(5ur en lýsa
tók af nýjum degi.
Hinar fornu ætlanir og ráðagerð-
ir bárust á svipaðan hátt fyrir
kveldblænum út að takmörkum
sjóndeildarhringsins. Þær drógust
saman í f jöll. Dægurskýin breyttu
lit og lögun og færðust í vesturátt.
En þar í er fólginn munurinn. Ár
og dagar hafa liðið, heil manns-
æfi—jafnvel tvær. Etn þó tíminn
hafi liðið þannig á brott, þá leiftr-
ar þó enn þá úr þeim skýjum. Eld-
ar brenna enn þá á þeim fjöllum.
Ennþá sézt til ferðamannahópanna
er göngunni liraða niður brattlend-
iÖ og hverfa eru inn í skógana eða
út á sléttuna.
Hyrr er á sveimum,
Haugar opnast.
Brennr fold ok fen,
þegar horft er um öxl og litiÖ er til
baka til þessara liðnu daga.
* * *
Aðal tilgangurinn með grein
þessari, er sá, að ryfja lítilsháttar
upp, í ljósi þessara liðnu tíma, at-
burði nokkra, er gjörðust á þessari
fornu öld, sem á sínum tíma sættu
talsverðum umræðum, þó lítinn
bæri þeir árangur þá í svip eða síð-
ar meir fyrir framtíÖina. Þó voi'u
þeir ekki með öllu þýðingarlausir,
sem seinna mun bent verða á. AS
minsta kosti sýna þeir, og orsakir
þær, sem til þeirra lágu, hver
voru aðal umhugsunarefni manna
um þessar muxidir og hvað þeir á-
litu vera helzta skilyrðið fyrir vel-
megun sinni og framtíð hér í landi.
Atbnrðir þessir eru landskoðunar-
ferðir, er farnar voru, en þó eink-
um landskoðunarferðin er farin
var til Alaska 1874.
Sem svo oft og mörgum sinnum
hefir verið tekið fram áður, var
það tilgangur Islendinga, sem í
fyrndinni fluttust hingað vestur,
að nema sér hér land og stofna hér
“sjálfstæða” íslenzka nýlendu,
þar sem landkostir þættu sæmileg-
ir og þeir gætu búið að sínu og út
af fyrir sig. Þá styi’kti það þá
líka í þessum ásetningi, að þeir
fundu brátt, eftir að hingað kom,
að hinn helzti styrkur, sem þeim
var gefinn til þess að standast
samkepni við aðra þjóSflokka í
landinu, var í því fólginn að halda
saman, skapa sér sjálfir sína at-
vinnu og eiga ekki daglegt brauð
undir vinnugjöfum annara. En
þessu takmai’ki varð ekki náð,
nema því aðeins að varanlegur
samastaður væri fuixdinn. Aðset-
urstaðirnir, Washington eyja og
Milwaukee í Wisconsin-ríkinu,
Kiixmount og Mooseland heiðar (er
þá stóðu til boða) innan Caixada,
voi-n eigi slíkir samastaðir; það
var reynslan búiix að sýna og
sanna. Þeir voi-u þrautalending,
—áixingarstaðir á ferðalaginu til
sjálfs áfangastaðariixs, þar sem
sezt yrði að um kyrt og stofnuÖ
“alfrjáls” íslenzk nýlenda.
Eixgar verulegar fi’amkvæmdir
voru þó hafðar í þessu efni, fyrstu
árin. Atvinna var góð, eiixkum í
Bandaríkjunum, ofan að áriixu
1873, og hið fyrsta sem menn liugs-
uðu um, var að búa svo um sig í
bili, þar sem þeir voru staddir, að
þeim gætu aukist efni og kynni af
landinu, svo þeir ættu hægra með
að ráðstafa sér í framtíðinni. Var
þetta skvxxsamlega hugsaÖ, ef önn-
ur öfl hefðu þá eigi tekið í taum-
ana. En þetta ár skall yfir at-
vinnu- og verzlunar-deyfÖ um land