Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1934, Síða 78
Islenzk fornrit og enskar bókmentir*
Eftir prófessor Ricliard Beck.
I.
Þegar eg liugleiði hversu víð-
feðm og djúptæk áhrif íslenzkra
fombókmenta hafa orðið, kemur
mér löngum í hug frásögnin víð-
fræga úr Snorra-Eddu um hina
góðu gersemi Óðins, gullhringinn
Draupni; en, eins og kunnugt er,
lagði Óðinn hann á hál Baldurs, og'
fylgdi hring þessum síðan sú nátt-
úra, að níundu hverja nótt drupu
af ihonum átta gullhringir jafn-
þungir á metum. Auðvitað ætlast
eg iekki til, að sú samlíking sé tekin
hókstaflega; en með henni vildi eg
þrýsta inn í meðvitund lesenda
minna tveim staðreyndum.
1 fyrsta lagi því, að íslenzkar
fornhólanentir hafa—þó eigi hafi
þeim í eiginlegTÍ merkingu verið
varpað á neitt Baldurshál—komist
lifandi og í fullu gildi gegnum
hreinsunareld aldanna, og er það
meira en sagt verður um flest sam-
tímisrit þeirra. 1 öðru lagi þessu,
og það leiðir af hinu fyrra atrið-
inu, að íslenzkar fornbókmentir
hafa öldum saman verið upp-
spretta vakningar og andlegrar
orku. Frá þeim hafa flætt straum-
ar lifandi vatns út yfir mörg þjóð-
lönd Norðurálfu, og allar götur
hingað til Ve.sturheims. Fornrit
vor hafa, beinlínis eða óbeinlínis,
fætt af sér hreint ekki fá hók-
mentaleg snildarverk, hæði með
því að leggja skáldunum í hendur
*)Ritg-er?S þessi er atS stofni til erindi flutt
á ársþingi pjóSræknisfélagsins í fyrra, en
birtist hér mikið breytt; ýmislegt hefir ver-
ið felt úr en öðru auldð við.
stórfeld og lífræn viðfangsefni,
eða með því, að beina skapandi
skáldgáfu þeirra inn á nýjar braut-
ir.
Væri það því, að leggja mörg
lönd undir fót, ef lýsa ætti ná-
kvæmlega áhrifum íslenzkra forn-
bókmenta utan íslands, enda hafa
heilar bækur og fjöldi sérstakra
ritgerða, á ýmsum málum, verið
skráðar um það efni, þó margt sé
þar órannsakað og enginn liafi enn
sem komið er færst í fang, að
semja heildar-yfirlit yfir þau á-
hrif, eins og dr. Sigfús Blöndal
bendir réttilega á í grein sinni
‘ ‘ Áhrif íslenzkr a bókmenta ’ ’
(‘ ‘ Tímarit Þjóðræknisfélagsins ”
1930); er þar þó um merkilegt
verkefni að ræða, en víðþætt og
vandasamt að sama skapi. All-
glögga hugmynd um það, hve víð-
lent er orðið ríki íslenzkra forn-
rita og hvernig straumar frá þeim
hafa runnið í meg'inkvíslir bók-
mentalegra hreyfinga á liðnum
öldum, geta menn fengið með því
að kynna sér hina fróðlegu bók-
fræðislegu ritgerð Halldórs pró-
fessors Hennannssonar “Old Ice-
landic Literature” (Islandica
1933), en landnám þeirra fer stöð-
ug't, vaxandi. Hér verða einlcum
rædd áhrif fornrita vorra á enskar
bókmentir, en til fyllri skilnings og
sannara mats á frjóvgandi lífsafli
þeirra, jafnframt svipast um af
hæstu tindum, út yfir þau lönd,
utan hins enska heims, þar sem
áhrifa þeirra hefir gætt að nokkr-
um mun.