Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1934, Qupperneq 64
46
Tímarit Þjóðrœknisfélags íslendinga
hefi aldrei getað náð því takmarki,
sem eg liefi sett mér. ’ ’
“Iivað var það, sem kom þér til
að setjast að í þessu fylki?” spurði
eg hálf-hikandi.
“Það var í sjálfu sér svo smá-
vægilegt, að það tekur því ekki, að
segja frá því. En það atvik hafði
það í för með sér, að eg fór að
grafa til gulls á hálsunum, þar sem
íslenzka nýlendan er nú. Þar
hygði eg' mér kofa nálægt Tangier-
fljótinu, um þrjár mílur frá hæð-
inni, þar sem Jiohn Ejider, hinn
enski, hafði reist kofann sinn. Þú
kannast vafalaust við hina svo-
kölluðu Riders-hæðf”
“Já. — Eg liefi heyrt margar
kynlegar sögur um John Rider.
Og eg 'hefi líka heyrt margar sög-
ur um hinn dularfulla gullnema,
sem kallaður var Sindhad tlie
sailor.”
“Einmlitt það!” sagði Hákon.
“Hann John Rider var vissulega
undarlegur maður. Hann leitaði
að gúlli á Mooselands-hálsum, en
hann fann það aldrei. Hann var
nokkurs konar soppur, sem atvik-
in slóu fram og aftur um leikvöll
tilviljunarinnar og þau hröktu
hann að lokum, nær dauða en lífi,
af hinum hrjóstrugu hálsum. Og
hann var löngu farimi þaðan
burtu, þegar eg kom þar.”
“Panstu þar nokkurt gullf”
spurði eg.
“Eg var þar aðeins eitt ár.
Höndin, sem stýrir atvikunum,
gjörði þar einnig vart við sig og
kom í veg- fyrir það að eg gæti
haldið áfram að vera þar.”
“ Var þér þá bannað að leita þar
að g'ulli ? ’ ’ spurði eg. Eg vildi
endilega fá að vita meira um æfi
þessa manns, en vildi síður að
hann væri langorður um orsakir
og afleiðingar hvers einstaks at-
viks.
‘ ‘ Hver gat bannað mér að grafa
til gulls á þeim eyði-hálsum ? ”
sagði Hákon, og það brá fyrir
leiftri í augum hans, sem voru
stálgrá og hörð. “Eg slasaðist.
Það var um hávetur. Eg gat enga
björg mér veitt. En það voru
rúmar tuttugu mílur til manna-
bygða.”
“Hvernig slasaðist þú? Var
það beinbrot? Eða hjóstu þig í fót-
inn með öxi?”
“Það skiftir minstu, hvernig
það vildi til,” sagði Hákon hálf-
önuglega. “Eg bara slasaðist og
gat mig hvergi lirært í kofanum.
Eín þá kom mér óvænt hjálp. Ung-
ur veiðimaður var á ferð um háls-
ana og kom í kofann til mín af
tómri tilviljun. Hann bauðst til að
flytja mig til mannabygða. Hann
b.afði léttan sleða. með sér og bjó
um mig á honum. Hann gekk svo
fyrir sleðanum og dró hann eftir
hinum mjóa. og krókótta stíg, sem
lá í gegnum skóginn, alla leið vest-
ur yfir hálsana og ofan í Mus-
quodoboit-dalinn. Það var þrek-
raun mikil og reyndi á karlmensku
og þolgæði, því að ófærð mikil, sök-
um snjóþyngsla, var alla leiðina.
IJann lagði á stað með mig um
kvöld, því að tunglsljós var á. En
um dagmál vorum við komnir til
iæknisins á Colback. Það bjargaði
lífi mínu. Og hetjan unga, sem
reyndist mér svona vel, var mað-
urinn, sem þú iiittir á hálsinum
hérna í kvöld og vísaði þér hingað.
Hann var mér liinn góði Samaríti,