Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1934, Side 120
102
Tímarit Þjóðrœknisfélags Islendinga
Þá hlær konan kans að lionnm
og' segir, að hann eé að reyna að
vera emhættismannslegur í rödd-
inni. Hann snýr sér við og tekur
hana á kné sér. Hún strýkur
nokkrnm sinnum yfir enni lians og
lagar hárið á honum. 1 einu vet-
fangi er hún orðin alvarleg, svo
einkennilega alvarleg, að hann
finnur, að engin gletni á lengur
við. Mannleg forvitni, sem liann
skammast sín fyrir í laumi, smeyg-
ir sér inn í hug lians, en hann ein-
setur sér að bíða rólegur, þangað
til erindið komi.
Loks byrjar konan lians á erind-
inu og spyr, hvort hann þekki
Stínu Sveinsdóttur á Grund?
Hvort 'hann viti, að hún sé trúlof-
uð? Hvort iiann viti, að liún sé
trúlofuð honum Óla, piltinum, sem
fór suður í latínuskólann um dag1-
inn? Hann er víst ósköp fátækur,
liann Óli og á erfitt með húsaleig-
una; hún er upp-sprengd í Reykja-
vík, eins og allir vita. Eki Stína
hefir unnið fyrir kaupi og' þó að
bún þurfi að eyða einliverju handa
sjálfri sér, langar hana til að senda
’ honum Óla fáeinar krónur—og fá-
einar krónur fékk hún hjá ömmu
sinni. Og þó að hann muni ekki
nein ósköp um þetta, þá ætti það
að geta hjálpað honum dálítið.
Stína vill, að liann haldi áfram að
læra.
Alt þetta skýrir frúin með svo
mikilli nákvæmni, að það er eins
og hún haldi, að maðurinn hennar
eigi erfitt með að skilja ganginn í
því. Og’ þó var þetta. svo fjarska-
lega blátt áfram. Nú þurfti Stína
að koma peningunum suður, en
þorði ekki að láta þá sjálf í póst-
inn og af því að hún þekti prests-
frúna frá gamalli tíð, sneri hún
sér helst til hennar.
“Gerðu þetta þá fyrir aumingja
stúlkuna,” segir séra Karl afdrátt-
arlaust.
“Nei, það er mér lífsins ómögu-
legt. Hvað heldurðu að garnli
Grímur á pósthúsinu segi, ef eg
kem bagsandi með peningabréf til
Óla Runólfssonar? Það yrði kom-
ið út um alla Styrmishöfn daginn
eftir og heldurðu að það þætti ekk-
ert merkilegt við slíkt. Það er alt
öðru máli að gegna með þig. Þú
ert alt af að senda bréf og peninga
í allar áttir og ef Grímur gamli
tekur nokkuð eftir því, þá heldur
hann bara að þú sért að lána hon-
um Óla þessa peninga eða borga
lionum vinnu eða eitthvað og eitt-
hvað. En það verður að vera
leyndarmál. Það má enginn vita
það, ekki nokkur lifandi maður.”
Frúin þagnaði og leit framan í
manninn sinn, sem var orðinn ein-
kennilega alvarlegur á svipinn.
Það lá við að hann linyklaði brýrn-
ar, en liann sagði ekki neitt dálitla
stund. Þegar hann horfði svona
hikaði hun alt af við að yrða á
hann, og lienni kom í hug sagan
um konuna, sem sá litla drenginn
sinn klifra framan í hömrunum við
sjóinn. Hún vissi ekki hvort hún
var að gera gott eða ilt með því
að yrða á hann, og þess vegna
þag-ði hún. Hana langaði til að
bi'Sja hann að horfa ekki svona,
því að 'hann, sem alt af væri svo
góður, ætti ekki að hugsa neitt
Ijótt. En presturinn hélt áfram
að þegja og horfa; hugsanir hans
voru á ringulreið, eins og' hjá
manni, sem finnur eitthvað ljótt
vera að nálgast sig' í myrkri. Hann