Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1934, Síða 36
18
Tímarit Þjóðrœknisfélags Islendinga
þarna fram og' er lvsingin á þessa
leið:
“Canada er að vísu all-frjálst
land, en þó eigi lýðveldi. Hvað
snertir gnægð ónumins lands, þá á
lnín sér að vísu stað í Canada; en
það land liefir þá annmarka, er
sumpart gjöra það ófýsilegt fyrir
efnalitla nýkomendur. Sumarliit-
ar eru þar geysi-miklir, vetrar
harðir og grimmir, skógur víða of
mikill svo landið verður torvelt að
yrkja og jörðin sjálf víða ófrjó.
(Hér er átt við þá staði, er Islend-
ingar voru komnir á og það land,
er skoðað hafði verið umhverfis
þá). Atvinna er þar víða fremur
stopul. 1 Wisconsin er eigi annað
eftir ónumið en það úrkast úr
landi, er enginn hefir viljað nýta.
Showano Coimty eða Ljósavatns-
hreppur, sem það nú er kallað
meðal landa hér er lélegt land, og
þar að auki svo lítið að um það er
ekki að tala....Til Nebraska hef-
ir lielzt þótt vert að leita, en þar er
heimabúðarland eigi orðið að fá
nema í vesturhlutanum, . . .. en um
síðustu ár hefir ríki þetta verið
jDlágað af engisprettum, er öllum
gróðri hafa eytt. . . . Skóg skortir
eigi í Michigan, enda er land þar
ófrjótt. Á Nova Scotia koma vetr-
ar verri miklu en á íslandi. . . . Á
því er vafi hvað land það hefir
fram yfir ísland.
Loftslagið er fjarskalega áríð-
andi atriði. Islendingar eru eigi
afar 'hitum vanir og’ verður því illa
vært við strit-vinnu í afarhitum,
enda er lífi og heilsu hætta búin;
en í öllum þeim ríkjum, er nefnd
hafa verið, eru sumarhitar f jarska-
legir. . . . Það eru langt frá því
sælustu löndin þar sem '‘alt brenn-
ur og frýs ’ ’ eins og í helvíti. 1
Wisconsin (og Canada) og Vestur-
ríkjunum eru vetrar grimmari og
harðari miklu en þá verst er á Is-
landi.
Þá er þess er gætt, að ekkert
land er liggur langt frá sjó hefir
eins temprað loftslag og hin er að
sjó liggja . . . þá liggur í augum
uppi að æskilegast væri að hafa
nýlenduna við sjávarsíðu.”
Þegar nú fullséð þótti um það að
hentugur nýlendustaður fengist í
nærlig’gjandi liéröðum á þeim kjör-
um er menn höfðu hugsað sér,
nefnilega ókeypis, var farið að at-
huga aðra staði, er lengra voru í
hurtu og möguleikana til þess a'ð
komast þangað og búa þar um sig.
Kom þá fyrst til greina Alaska,
samkvæmt áður gefinni bendingu
Mr. Niles. Þó langt væri þangað
að fara varðaði það minstu, því
langt mátti líka lieita út í allar ó-
bygðir, er erfiðleikarnir voru tekn-
ir til greina. Var boðáður fund-
ur snemma miðsumars og þar af-
ráðið að senda menn vestur þang-
að, til þess að yfirlíta landið og fá
sem glöggvust kynni af því.
Aðal hvatamaður þessarar farar
var Jón ritstj. Ólafsson. Hafði
'hann eftir kynni sín við Niles, les-
ið lýsingar af landinu, er rann-
sóknarleiðangur að tilhlutan
Bandaríkjastjórnar hafði safnað.
Bókin var eftir Lieut. W. H. Dall:
'‘Alaska and its Resources, ” gefin
út í Boston 1870.*) Er þar glögt
yfirlit yfir jarðmyndun, gróður,
veiði og bjargræðisvegi landsins.
*)Ijýsingar W. H. Dalls hafa síðar verið
gefnar út f “History, Geography and Re-
sources of Alaska, Vol. II. Harriman’s
Alaskan Expedition; Smithsonian Institute,
AVash., 1902.