Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1934, Síða 155
Auglýsingar
23
GINNING
♦
Það er haft eftir Barnum, trúSaranum mikla, aÖ fólk vilji
láta ginna sig.
ÞaÖ getur veriÖ satt aÖ fólk hafi gaman af smávægilegri,
saklausri ginningu, þegar það er í skemtanaleit, en í hvers-
dagslegum viÖskiftum og verzlunarsökum gildir ekkert nema
strang heiðarlegur kaupskapur. Ef um venjulegan söluvarn-
ing er sérstaklega að ræða, þá á viðskiftamaðurinn heimt-
ing á þvi að hann megi treysta þvi, að hann sé að fá nákvæm-
lega það, sem hann heldur hann sé að kaupa, eftir lýsingu
seljandans.
Eaton vöruskráin lýsir vörunum nákvæmlega eins og þær
eru. Með greinilega merktu verði, skýrurn myndum og ná-
kvæmum lýsingum er það hið sama sem að kaupandinn stæði
við búðarborðið og skoðaði vörurnar, er lægju fyrir fratnan
hann. Aftur á vora síðu sjáutn vér algjörlega utn það, að
vér séum ekki gintir, með hinu stöðuga eftirliti Rannsóknar
Deildar vorrar, er eftir því lítur. Svo að vér séum vissir um
að það, sem vér bjóðum viðskiftamönnum vorum sé að öllti
leyti eins og vér segjum að það sé, fer þessi skarpskygna
nefnd vægðarlaust yfir hverja línu i vöruskránni og færir
til rétts vegar. Öþarfa stórvrði og ýkjur,—alt það, sein á
hinn minsta hátt gæti vilt um vörurnar, er strykað út með
harðri hendi. Árangurinn—að tiltrú hinna mörgu hundruð
þúsunda viðskiftamanna vorra í Vesturlandinu, stendur ó-
hagganleg, “Að það sé hættulaust að spara sér fé hjá
EATON’S."
♦
EATON C?
UMITEC