Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1934, Side 105
Um bygð og óbygð
87
hans eins og konungsdóttir í álög-
um. Umliðnar aldaraðir hafði ó-
bygðin komist af án hins hvíta
mannflokks. A tímabilum óút-
reiknanlegrar þátíðar hafði lögmál
hennar haldið öllu við og á þroska-
vegi; hið auðugia dýraríki hennar
dafnað, því alt þroskast og þróast
undir veldissprota. náttúrulögmáls-
ins.
Enginn getur sagt, að dýr eyði-
merkur og frumskóga hafi þarfn-
ast mannsins, því þar var alt í röð
og reglu þó farið væri eftir órituð-
um lögum. Óbygðin þurfti eigi
endilega á skáldum eða listamönn-
um að halda, því skáld er hún sjálf
og liönd listamanns lrefði eigi mál-
að liana fegri, hið græna litskrúð
hennar á vordegi og’ “þúsundaliti”
að hausti. Og sé eingöngu íliugað
hið “praktíska,” þá tíðkaðist hér
búskapur löngu á undan komu
livítra manna. Fuglar færðu föng
í hreiður sín og önnur dýr bjöi’g
til búra sinna. Búskapur dýranna
er rekinn af atorku og þrunginn
fyrirþyggju, þó eigi hafi þau
gengið á búnaðarskóla.
Og sízt má gleyma Rauðskinn-
um, eða Indíánum, eins og þeir oft-
ast eru nefndir. Þeir voi'u þó
menn! Þeir elskuðu og hötuðu að
manna sið, og í fjötrum haturs og
heiftar stigu þeir ægilega her-
dansa kring um elda sína. Ekki
vildu þeir vinna óbygðinni mein,
því eigi hrófluðu þeir við mold-
inni eða skáru upp herör í ríki
skógarins. Þeir kusu að sambland-
ast náttúrunni eftir hennar eigin
iögum, vera hold af lxennar holdi
og blóð af hennar blóði. Náttúran
var þar námi ríkari.
Islenzkir frumbýlingar höfðu
töluverð kynni af hinum ýmsu
Indíánaflokkum. Villimenn þeir
gáfu óbygðinni svipmeiri og’ tign-
arlegæi blæ—þó oft væri þeir eins
og mannaþefur í helli, því eigi var
laust við að Islendingar óttuðust
þá fyrsta sprettinn. Þeir gengu
inn í húsin án þess að berja að dyr-
um, því eigi kunnu þeir mannasiði.
Væri g’óðgerðir um liönd liafðar
og fyrir þá á boi*ð bornar, þá möt-
uðust þeir standandi og stungu að
því joknu á ísig öllum leifum á
borðinu—þrömmuðu svo til dyra
án þess að líta um öxl eða kveðja
kóng eða jarl.
Eg minnist eins atburðar frá
æskuárum, sem bendir á sérkenni-
legar siðvenjur Indíána, Hinir
ýmsu flokkar þeirra urðu aldi'ei
staðbundnir, en voru á sífeldu
flakki innan þeirra landstakmarka,
er þeir völdu sér. Þeir fóru um
landið í löngum lestum, þar f jaðra-
skreyttir kai'lmenn sátu hnari'eist-
ir á hestbaki, en konur fóru fót-
gangandi og oft berandi króa sína
á hakinu. Karlmenn voru til víga
og hernaðar, en konur til að gráta
heima við og vinna öll heimilis-
vei'k. Maðurinn var hetja, en kon-
an þræll. Og eig’i var annað að
sjá en konur létu sér það vel lynda.
Það var einn vetrardag, að til
einnar slíkrar lestaferðar Indíána
sást. Það hafði bi’ugðið til kulda
og hríðarbylur var nýlega afstað-
inn og nýfallinn snjór á jörðu.
Lest Indíánanna var hægfara, en
x-uddist þó gegnum fönnina og
skildi eftir veltroðna slóð. Síðla
þann dag, löngTi eftir að lestin var
komin í hvarf, sést til fótgangandi
Indíána, er slóðina þræddi og virt-
ist vera að veita lestinni eftirför.