Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1934, Side 115
Mannska&aveður
97
mögulegt var að átta sig á, hvernig
ráðast mundi. Yeðrið gat haldist
óbreytt allan daginn. Skýin gátu
líka opnast 'Og steypt sér yfir sjó,
land og lýð með miskunnarlausri
vetrargrimd. Ekki gaf sjórinn
heldur nein merki, eins og liann ])ó
stundum gerir, þegar himininn
býr yfir einhverjum hamförum.
Iiann lá kyrlátlega, það sem af
honum sást, reisti sig reyndar í
breiðar hylgjur, sem rendu sér
með hægð upp að ströndinni. Það
var ekkert sérstakt að óttast þenna
morgunn; það hafði oft verið róið
í engu hetra útliti, og því þá ekki
eins núf Og sú varð niðurstaðan,
að skipin réru hvert á fætur öðru.
Flest út í Leirinn, sem kallaður
var, tiltölulega stutt frá lending-
unni. Þangað fóru skipin öll,
nema skip Ólafs Jóharmessonar,
sem sigldi með konungsþori vest-
ur með bergi og alllangt áleiðis til
Selvogs, þar sem hann komst í
gnægð fiskjar. Hlóð hann skip sitt
og hélt svo með aflann í land.
Skildi hann þar eftir tvo af skip-
verjum sínum, þá Jón Tngvarsson
frá Vindheimum í Ölvesi og Þór-
arinn Arnbjarnarson frá Selfossi í
Flóa (bróður Magnúsar Arnbjarn-
arsonar lög’fræðings) sem það ár
var á skipi Ólafs sem liálfdrætt-
ingur, til þess að bera fiskinn upp,
sem kallað var, en það var að bera
veiðina úr flæðarmálinu og upp á
reitinn þar sem henni var skift.
En Ólafur, eftir að hafa affermt
skip sitt, hélt tafarlaust út á fiski-
miðið aftur, þar sem hann hafði
áður verið um morguninn. En
þegar Þorkell sá hann fara vestur,
setti hann upp segl og hélt á eftir
honum, því hann þóttist viss um,
eins og líka var, að Ólafur hefði
komist í fisk. Þeir, sem í Leirnum
voru sátu kyrrir og enginn þeirra
sá sér fært að halda vestur á eftir
þeim, sökum veðurútlitsins, enda
var það lán, því flestir þeirra
hefðu óhjákvæmilega gist Hel, ef
þeir hefðu í það ráðist. En í stað
þess, og sökum þess, hve fiskur
var tregur, fóru þeir hver á eftir
öðrum að hafa sig til lands. En
áður en þeir síðustu náðu landi,
skall á eitt liið mesta ofsaveður,
sem menn mundu eftir á þeim slóð-
um. Rokið varð svo mikið á svip-
stundu að efldum karlmönnum var
naumast stætt; með því fylgdi byl-
ur svo myrkur að naumast sáust
handaskil. Það var komið reglu-
Tegt manndrúpsveður á svip-
stundu, með vaxandi kulda og
frosti.
Allir voru lentir, eftir hina
grimmustu viðureign við Ægi —
allir nema Ólafur og Þorkell. Þeir
voru enn einhversstaðar úti á sjón-
um, í bylnum, kuldanum og rokinu,
að berjast við ofurefli, sem engum
menskum manni var unt að etja
við.
1 sjóbúðum vermanna og í bænum
Þorlákshöfn voru allir hryggir og
hljóðir þetta kveld. Menn þóttust
vita, að hvorki Ólafur né Þorkell
mundu landi ná, né lieldur nokkr-
ir af þeirra mönnum. Talað var
um að fara fram á ströndina. og
reyna að kveikja bál og kalla, þeim
til leiðbeiningar. Þó varð ekkert
úr því, því bæði var veðrið ófært
og svo myndu þær tilraunir þýð-
ingarlausar í þvílíku afspyrnu
veðri, þó hægt væri að koma þeim
í framkvæmd.
Nú væri saga mín á enda, ef að