Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1934, Síða 115

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1934, Síða 115
Mannska&aveður 97 mögulegt var að átta sig á, hvernig ráðast mundi. Yeðrið gat haldist óbreytt allan daginn. Skýin gátu líka opnast 'Og steypt sér yfir sjó, land og lýð með miskunnarlausri vetrargrimd. Ekki gaf sjórinn heldur nein merki, eins og liann ])ó stundum gerir, þegar himininn býr yfir einhverjum hamförum. Iiann lá kyrlátlega, það sem af honum sást, reisti sig reyndar í breiðar hylgjur, sem rendu sér með hægð upp að ströndinni. Það var ekkert sérstakt að óttast þenna morgunn; það hafði oft verið róið í engu hetra útliti, og því þá ekki eins núf Og sú varð niðurstaðan, að skipin réru hvert á fætur öðru. Flest út í Leirinn, sem kallaður var, tiltölulega stutt frá lending- unni. Þangað fóru skipin öll, nema skip Ólafs Jóharmessonar, sem sigldi með konungsþori vest- ur með bergi og alllangt áleiðis til Selvogs, þar sem hann komst í gnægð fiskjar. Hlóð hann skip sitt og hélt svo með aflann í land. Skildi hann þar eftir tvo af skip- verjum sínum, þá Jón Tngvarsson frá Vindheimum í Ölvesi og Þór- arinn Arnbjarnarson frá Selfossi í Flóa (bróður Magnúsar Arnbjarn- arsonar lög’fræðings) sem það ár var á skipi Ólafs sem liálfdrætt- ingur, til þess að bera fiskinn upp, sem kallað var, en það var að bera veiðina úr flæðarmálinu og upp á reitinn þar sem henni var skift. En Ólafur, eftir að hafa affermt skip sitt, hélt tafarlaust út á fiski- miðið aftur, þar sem hann hafði áður verið um morguninn. En þegar Þorkell sá hann fara vestur, setti hann upp segl og hélt á eftir honum, því hann þóttist viss um, eins og líka var, að Ólafur hefði komist í fisk. Þeir, sem í Leirnum voru sátu kyrrir og enginn þeirra sá sér fært að halda vestur á eftir þeim, sökum veðurútlitsins, enda var það lán, því flestir þeirra hefðu óhjákvæmilega gist Hel, ef þeir hefðu í það ráðist. En í stað þess, og sökum þess, hve fiskur var tregur, fóru þeir hver á eftir öðrum að hafa sig til lands. En áður en þeir síðustu náðu landi, skall á eitt liið mesta ofsaveður, sem menn mundu eftir á þeim slóð- um. Rokið varð svo mikið á svip- stundu að efldum karlmönnum var naumast stætt; með því fylgdi byl- ur svo myrkur að naumast sáust handaskil. Það var komið reglu- Tegt manndrúpsveður á svip- stundu, með vaxandi kulda og frosti. Allir voru lentir, eftir hina grimmustu viðureign við Ægi — allir nema Ólafur og Þorkell. Þeir voru enn einhversstaðar úti á sjón- um, í bylnum, kuldanum og rokinu, að berjast við ofurefli, sem engum menskum manni var unt að etja við. 1 sjóbúðum vermanna og í bænum Þorlákshöfn voru allir hryggir og hljóðir þetta kveld. Menn þóttust vita, að hvorki Ólafur né Þorkell mundu landi ná, né lieldur nokkr- ir af þeirra mönnum. Talað var um að fara fram á ströndina. og reyna að kveikja bál og kalla, þeim til leiðbeiningar. Þó varð ekkert úr því, því bæði var veðrið ófært og svo myndu þær tilraunir þýð- ingarlausar í þvílíku afspyrnu veðri, þó hægt væri að koma þeim í framkvæmd. Nú væri saga mín á enda, ef að
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.