Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1934, Síða 117
Mannskaðaveður
99
vel til að við hendina var vanur
formaðnr og ágætis sjómaður,
Símon Jónsson frá Poki á Eyrar-
bakka og tók hann við stjórninni
og sýndi bæði frábært bugrekki og
lipurð undir kringumstæðunum,
sem heiglum var ekki bent að etja
við. Fyrst ætluðu þeir sér að
reyna að ná landi í Selvogi, og
beittu því skipinu undir nokkru af
seglum í þá átt, en brátt var þeim
ljóst að það var með öllu ókleift,
og létu þá reka viðstöðulaust til
liafs.
Um daginn sleit veðrið sjóhatt-
ana af sumum hásetunum; einn
þeirra festist á krókstjaka, sem
stóð upp úr framstafni skipsins,
og varð það þeim til lífs, því undir
kveld kom kafteinn á franskri
fiskiskútu auga á battinn og bélt
að það væri fugl, sem væri að
hrekjast í ofviðrinu. Síðan sá liann
skipið og skipverjar skútuna, sem
varð íslenzku skipverjunum til
bjargar. Við mikla erfiðleika
túkst bonum að bjarga þeim,
hjúkraði þeim hið bezta og flutti
þá, eins og sagt hefir verið, til
Vestmannaeyja.
Skip Þorkels festu Frakkar aft-
an í skip sitt, en það slitnaði aftan
úr og rak óskaddað upp á Reykja-
nesi síðar.
Þegar skipshöfn Þorkels var
bjargað var bún komin 11 sjómílur
undan landi.
Fyrir nokkrum árum kom út
lýsing á þessum hrakningi Þorkels
og manna hans, eftir Símon Jóns-
son, þann er við stjórninni tók af
Þorkeli og er þar sagt að hásetar
Þorkels hafi flestir verið óharðn-
aðir unglingar. Það er í fyrsta
sinni sem eg hefi heyrt eða séð það.
Þorkell var ávalt vel mentur, þó
það hafi verið á allra vitorði, að
hjá lionum hafi ekki verið á að
skipa öðru eins mannvali og’ hjá Ól-
afi. Hitt er víst rétt athugað, að
Þorkell var ungur að aldri, og
hafði ekki enn hlotið þá reynslu við
sjómensku, sem sumir þeirra, er
lengur höfðu sjóinn stundað, liöfðu
öðlast. En karlmenni og fullhugi
var Þorkell og ólíklegt mjög, að
hann liafi látið af stjórn skipsins
af því, að erfiðleikarnir hafi yfir-
bugað hann eða ótti heygt hann.
Til Ólafs hefir aldrei spurst.
Sjórinn við strendur Islands geym-
ir hann og alt hans mannval —
utan eins háseta hans, Bjarna
Steinssonar frá Hróarsholti í Flóa,
sem rak upp á Víkursandi í Sel-
vogi. Einhvern fleka af skipi rak
líka, sem menn héldu að væri af
skipi Ólafs, sem hét “Svanur ” og
var eigu Jóns bónda Árnasonar í
Þorlákshöfn.
Með Ólafi Jóhannessyni frá
Dísastöðum fórust þessir menn að
því er eg bezt veit:
Guðmundur Jónsson frá Snæfoks-
stöðum í Grímsnesi; Halldór Jónsson
frá Ivirkjuferju í ölvesi. Bergur
Guðmundsson frá Strýtu í ölvesi;
Björn Jónsson frá Bakkarholtsparti
í ölvesi; Andrés Jónsson frá Völlum
í ölvesi; Helgi Magnússon frá Laug-
arbökkum í ölvesi; Helgi Héroný-
musson frá Smádalakoti í Flóa;
Bjarni Steindórsson frá Hróarsholti
i Flóa; Jón Sæmundsson frá Auðs-
holti í ölvesi; Jón Jónsson frá Hær-
ingsholti í Flóa; Þórður Jónsson frá
Reynifelli í Rangárvallasýslu; Guð-
mundur Jónsson frá Árbæ í Ölvesi;
Gissur Kristjánsson frá Mosastöðum
í Kaldaðarneshverfi í Flóa.