Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1934, Qupperneq 52
34
Tímarit Þjóðrœknisfélags Islendinga
prófessor Mezger nýlega doktor í
íslenzkum fræðum úr sínum skóla,
og er það ekki mjög algengt.
Þá er að lokum eftir að minnast
á þá skóla, þar sem íslenzka keyrir
'undir ensku deildina (Englisli De-
partment), en það eru þessir:
Johns Hopkins, kennari undir-
ritaður; Northwestern University,
próf. John W. Spargo; Univer.sity
of lowa, próf. H. Larsen; Uni-
versity of Illinois, próf. G. T.
Flom.
Ilér í Johns Hopkins eru ætlaðir
tveir tímar á viku til íslenzku ann-
að livert ár*) og til þess ætlast a'ö
stúdentar fái 'hugmynd um forsögu
málsins frá forngermönskum tíma
og verði auk þess læsir á málið.
Á hókmentirnar er eldd minst í
reglugerð skólans. Þó reyni eg
að ganga ekki alveg fram hjá þeim.
—Niðurstaðan er sú að heztu stú-
dentarnir verða nokkumveginn
læsir eftir veturinn.
Nokkuð svipuð virðist kenslan
vera í Northwestern University
(próf. John W. Spargo) og í Uni-
versity of Iowa, þar sem prófessor
Henning Larsen kennir hana. Ann-
ars er Larsen góður fræðimaður í
norrænum fræðum og hefir m. a.
*)Annars virðist venjulegast að ætia fom-
islenzku kenslunni þrjá tíma á viku allan
veturinn, og það jafnvel þar sem ekki er
meira kent en málfræði Heuslers með les-
köflunum. Svo t. d. I Washington Univ.,
Indiana Univ., Luther College, St. Olaf Col-
lege, Univ. of Idaho. Færri eru þeir skðlar,
sem ætla aðeins 2. stundir á viku til kensl-
unnar (t. d. Bryn Mawr College, Rockford
College), en víða er ðljðst af skýrslunum
hve margar stundir eru ætlaðar til námsins.
I mörgum skðlum er aðeins kent annað
hvert ár.
**)Læknabðk porleifs Björnssonar hirð
stjóra. The Johns Hopkins University.
gefið út allmerkilega íslenzka
lækningabók frá 15. öld.**).
Þótt norræn fræði (Scandinavian
languages and literature), að því
er virðist, heyri undir ensku deild-
ina (English Department) í Uni-
versity of Illinois, þá er þeim þar
ætlað alveg óvenju mikið rúm,
enda -er kennarinn talinn pró-
fessor í Norðurlandamálum og
enskri málfræði.
Þar er eigi aðeins gefin undir-
staða í málfræði og lestri málsins,
heldur líka farið vandlega í rúna-
lestur á annan bóginn, og Eddu
•skýringar á hinn. Auk þess er
farið yfir goðafræðina og hók-
mentasögTina. Kennari er hinn
velþekti, norsk-ameríkanski fræði-
maður G. T. Flom; hefir liann rit-
að margt um norræna málfræði og
fornrita-lestur (palaeography)
aule merkilegra útgáfna, s-em liaim
hefir leyst af hendi (Konungs-
skuggsjá, ljósprentuð út., o. fl.).
II.
Auk skóla þeirra, er nú eru
nefndir þar sem íslenzka (Old
Norse) er kend að meira eða
minna leyti, eru aðrir, þar sem
málið er að vísu ekki kent, en þar
sem kent er hitt -og annað um bók-
mentimar, sumt jafnvel lesið í
þýðingum.
1 tveim af þessum skólum er
þessi kensla í Deild Norðurlanda-
mála: í Norsku deildinni í Augs-
hurg Seminary, Minn., í Sænsku
deildinni í Gustavus Adolphus
College, Minn. í hinum fyrnefnda
skóla kennir próf. Andreas Hel-
land sögu norrænna bókmenta; í
hinum síðarnefnda kennir próf.