Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1934, Page 121

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1934, Page 121
Eitt orð úr máli mcmnshjartans 103 gat notað þessi venjulegu orð um ranglæti í heiminum, um fátækl- inga, sem ekld gætu komist áfram fyrir skorti; um hneysu fyrir þjóð- félagið, en liann gerði það ekki, því að hann fann, að þau svöruðu ekki að öllu leyti til þess, sem hann hugsaði. En tilfinning hans sagði honum, að hér væri ekki alt með feldu. “Karl, horfðu ekki svona. Eg verð hrædd við þig, ’ ’ sagði konan hans. En presturinn svaraði ekki með neinni byltingaræðu. Hann leit upp aftur og lét höfuðið hníga að barmi konunnar sinnar. “Hvernig getur þetta komið þér í geðshræringu f ’ ’ spurði hún og liorfði beint framan í hann með þessu djúpa, máttuga, en þó barns- lega tilliti, sem gerði hana alt af svo einkennilega móðurlega í aug- um hans. Hann undraðist það stundum, presturinn, að það var eins og konunni lians fyndust all- ar brautir beinar, þar sem liann hafði ekki hugmynd um, hvert halda skyldi. “Finst þér þetta ekki fallega gert af Stínu að reyna að hjálpa kærastanum sínum áfram, eftir því sem í hennar valdi stendur! ’ ’ Hann gat ekki annað en játað, eindregdð og afdráttarlaust. Svo kom Stína inn rétt á eftir. Þá var presturinn búinn að ná sér; hann óskaði hénni glaðlega til hamingju með trúlofunina og sagði, að henni væri alveg’ óliætt að leita til sín; hann lét peningana 'hennar innan í um-slag og án þess að mikið bæri á, bætti ihann við einhverju, sem konan hans stakk í lófa hans. Stína sat á legubekknum, ham- ingjusöm og feimin, hún liorfði ekki framan í prestinn, meðan hann talaði við hana, en þegar hann byrgði sig niður til að skrifa utan á umslagið, fann hann að hún horfði á hann stórum, skærum og einlægum augum, sem störðu inn í huga hans, án þess þó að finna nokkurn skapaðan hlut, eins og þegar menn horfa út í heiðan sjón- deildarhringinn. Hún Stína virt- ist ekki hafa tilkomumikið andlit; það var fölt og frekar þreytulegt, en svipurinn um munninn, þegar hún talaði, gaf til kynna, að það, sem einu sinni hefði sigrað í sál þessarar ungu stúlku, yrði ekki þokað burtu í einu vetfangi. Hún imgsaði beint -og brotalaust og það leit út fyrir, að liún segði og' fram- kvæmdi baráttulaust það, sem hún hugsaði. Presturinn virti hana fyrir sér, þegar hún stóð upp og vafði að sér brúnni, gamalli kápu með þvældum kraga; liún kvaddi með feginleik í röddinni, en talaði lágt, eins -og hún óttaðist að leynd- armál hennar síaðist út um vegg- ina og út í þorpið, sem sogar í sig eins og svampur alt, sem drýpur úr huga mannanna. Stína brosti rólegu brosi um leið og liún lokaði dyrunum á eftir sér.— Séra Karl sat í myrkrinu og hélt í hendina á konunni sinni. Hugir þeirra töluðust við í þögn rökk- ursins, en ekkert orð var sagt upp. hátt. Presturinn liandlók ósjálfrátt pennaskaftið, sem lá fyrir framan hann á borðinu. Hann hafði skrif- að utan á mörg bréf hr. stud. art. Ólafur Runólfsson, Latínuskólan- um Reykjavík. Innan í þeim voru peningar, sem látnir höfðu verið í
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.