Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1953, Page 25
LJÓÐAÞÝÐINGAR STEPHANS G. STEPHANSSONAR
7
hann í þýðingum. „Hænir“ er róm-
antisti og kynjamaður, eins og
Thorarensen og Talmadge, en svola-
legri en Bjarni. Hans mikla verk
var, að hann þorði að kveða „allt of
gróft“, þorði að yfirstíga kredduna
— „konventsjonalismusinn“ — í
skáldskap síns tíma. Sú grýla er meir
en dauð. Realistarnir krössuðu hana
sundur, og „Hænir“ er nú bara „dús-
bróðir“, en ekki kennari. Fyrirgefðu,
ef þér sýnist þetta goðgá, ég kasta
því svona út, fyrir það sem það gild-
lr, því mín kredda er: Um fram alt,
þú sjálfur fyrst og fremst, Stefán
ftrinn eða Magnús“.
Loks má geta þess, að Stephan
snarar á íslenzku hinni alkunnu vísu
Lúthers um ást á víni, konum og
kvæðum, er hann nefnir „Hreysti-
yrði Lúthers“ (I., 44, 1905) og klæðir
1 þennan hressilega orðabúning:
„Um kvenfegurð kærulaus,
um kveðska-p og söng:
Er örviti œrulaus,
þó œfin sé löng.“
II.
Skulu þá gaumgæfðar nokkuru
Unar þýðingar Stephans af kvæð-
um úr Norðurlandamálum, en þau
eru flest þýdd á fyrstu árum hans
yestan hafs, 1874—78, Wisconsin-
úrum hans.
Verður þar fyrst á blaði „Gifting-
arhringurinn“, og er það jafnframt
eLta þýðing eftir skáldið, sem prent-
uð er í heildarsafni ljóða hans (II.,
191—92), frá árinu 1874, einu ári
eftir að hann kom til Vesturheims.
ar hann þá á 21. árinu eða 21 árs
§amall, eftir því á hvaða tíma ársins
kvæðið var þýtt.
»Breytt úr dönsku kvæði“, segir
þýðandi um þetta kvæði, og mun
hér vera um danskt þjóðkvæði að
ræða eða þá kvæði ort í þeim stíl,
þó höfundar sé eigi getið. En í
kvæðinu er sögð saga ungmeyjar
einnar, er reri til fiskjar á haf út,
beitti öngulinn „baugi sínum bezta“,
og brá heldur en ekki í brún, er hún
dró að borði marmennil harla ófrýn-
an, er bar hring hennar á fingri sér;
vill hún, sem vænta má, losna við
þann vágest, en það fer mjög á
annan veg.
Þýðingin er hin liprasta að málfari
og fellur það vel að efninu. Hinu var
eigi að búast við, að skáldið hefði
þá þegar á þessum fyrstu árum sín-
um náð þeirri festu í stíl og verið
orðinn meistari þess svipmikla og
kjarnmikla máls, er síðar sérkenndi
skáldskap hans, og var þess þó eigi
langt að bíða, að sjá mátti þess næg
merki bæði í frumortum kvæðum
hans og þýddum. En hér fara á eftir
seinni þrjú erindin úr umræddri
fyrstu þýðingu skáldsins, og bera
þau því órækan vott, að ekki er þar
farið fingrum óhönduglega um efni
eða mál:
„Við borðstokk skrímsli blínir —
en bliknar meyjan væn
úr skýlu gyltra skelja
er skygnast augu græn.
Hún biður hann: Ekki í bátinn!
Né brimdjúp eg með þér!
En eigðu hringinn, hringinn!
Ef heim til botns þú fer.“
Hann svarar, með sogrödd hafsins
er sær yfir skipi gín:
„Þú sekkur í haf með hringnum,
því heitmey þú ert mín.“
Næsta þýðing Stephans úr Norð-
urlandamálum er „Vísa úr „Yderst