Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1953, Síða 26

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1953, Síða 26
8 TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA mod Norden“, hinni bróðurlegu og alkunnu kveðju norska skáldsins Andreas Munch (1811—1884) til ís- lands. Þýðir Stephan lokaerindi kvæðisins að efni til, en lagar þó all- mjög í hendi sér. Óneitanlega er vís- an samt bæði fögur og snjöll í þýð- ingu hans (I., 91—92, 1878): „Þó nánasta -frœndlið sé fjarbýlis þjóð í fjörðum við hafís og snjóinn: Æ, sendum þó blóðtengdum bróðurlegt Ijóð með blœ, sem fer vorleið um sjóinn. Og skenktu því, þröstur, þín skœrustu hljóð við skóginn.“ Þessi hlýja kveðja hins norska góðskálds er annars íslendingum kunn í þýðingu Matthíasar Jochums- sonar („Lýsir af eyju við ísþoku slóð“), og er að finna í I. bindi Ljóðmæla hans (Seyðisfirði, 1902), og víðar. En það var eðlilegt um mann eins og Stephan G. Stephans- son, er stóð hinum sterkustu rótum í íslenzkum þjóðernis- og menningar jarðvegi, að hann bar jafnframt í brjósti djúpan ræktarhug til Noregs og frændþjóðarinnar norsku, og kemur það hvergi betur fram í ljóð- um hans en í hinu mikla kvæði hans, „Ávarp til Norðmanna“ á hinu sögu- ríka sigurári þeirra 1905 (I., 182—87). Næsta ár eftir að hann þýddi vís- una úr „Yderst mod Norden“ sneri Stephan á íslenzku (1879) fyrra er- indi af tveim úr hinum hreimmikla hersöng Finna eftir J. L. Runeberg, er þýðandi nefnir „Bjarkamál in finsku“, og hittir það heiti ágætlega í mark, en sjálf er þýðingin sköruleg og mjög í anda frumkvæðisins (I., 92—93). Hallast Stephan hér, eins og jafnan um ævina, á sveif með lítil- magnanum gegn ofureflinu og órétt- inum. Mörgum árum seinna (1910) tók hann einnig djarfmannlega svari Finna í hinu kröftuga kvæði sínu, „Finis Finnlandiæ“ (IV., 38—39), og spáði þeim lokasigri í frelsisbaráttu þeirra. Má og geta þess, áður en skilist er við þýðingu Stephans á „Bjarkamálum inum finsku“, að seinna sneri Hannes Hafstein þeim hetjusöng í heild sinni á íslenzku (Ljóðabók, Reykjavík, 1916), og er ekki ófróðlegt að bera saman þýð- ingu þeirra Stephans á fyrra erind- inu; munu flestir mæla, að þeir hafi báðir leyst þá bragþraut með fullum sóma, og andi kvæðisins eigi heldur farið út í veður og vind í þýðingum þeirra. Er þá komið að síðustu og jafn- framt merkustu þýðingu Stephans úr Norðurlandamálum, en það er kvæðið „Níels Finsen ljóslæknir" eftir danska höfuðskáldið Holger Drachmann (I., 196—97). Um þessa þýðingu sína fer Stephan eftir- farandi orðum í bréfi til Eggerts Jóhannssonar ritstjóra 21. desember 1906 (Bréf og ritg., I., 1., 146): „Ör- fáar þýðingar hefi ég gert um dag- ana, en enga þeirra tel ég hér. Þó er það líka rangt með þýðing eins og a kvæði Drachmanns um Finsen, sem stóð í „Heimi“, vegna þess að þ° efni sé þrætt, gerir háttur og mál það nærri að nýju kvæði“. Þessi ummæli eru í engu orðum aukin. Þýðandinn fer hér mjög sinna ferða, eins og hans var háttur i þýðingum, bæði um málfar og brag- arhátt, þó að hugsun sé trúlega haldið, en þýðingin, að öllu athug- uðu, með miklum snilldarbrag. Má og segja, að Stephani hafi hér runnið
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.