Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1953, Qupperneq 26
8
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
mod Norden“, hinni bróðurlegu og
alkunnu kveðju norska skáldsins
Andreas Munch (1811—1884) til ís-
lands. Þýðir Stephan lokaerindi
kvæðisins að efni til, en lagar þó all-
mjög í hendi sér. Óneitanlega er vís-
an samt bæði fögur og snjöll í þýð-
ingu hans (I., 91—92, 1878):
„Þó nánasta -frœndlið sé fjarbýlis
þjóð
í fjörðum við hafís og snjóinn:
Æ, sendum þó blóðtengdum
bróðurlegt Ijóð
með blœ, sem fer vorleið um sjóinn.
Og skenktu því, þröstur, þín
skœrustu hljóð
við skóginn.“
Þessi hlýja kveðja hins norska
góðskálds er annars íslendingum
kunn í þýðingu Matthíasar Jochums-
sonar („Lýsir af eyju við ísþoku
slóð“), og er að finna í I. bindi
Ljóðmæla hans (Seyðisfirði, 1902),
og víðar. En það var eðlilegt um
mann eins og Stephan G. Stephans-
son, er stóð hinum sterkustu rótum
í íslenzkum þjóðernis- og menningar
jarðvegi, að hann bar jafnframt í
brjósti djúpan ræktarhug til Noregs
og frændþjóðarinnar norsku, og
kemur það hvergi betur fram í ljóð-
um hans en í hinu mikla kvæði hans,
„Ávarp til Norðmanna“ á hinu sögu-
ríka sigurári þeirra 1905 (I., 182—87).
Næsta ár eftir að hann þýddi vís-
una úr „Yderst mod Norden“ sneri
Stephan á íslenzku (1879) fyrra er-
indi af tveim úr hinum hreimmikla
hersöng Finna eftir J. L. Runeberg,
er þýðandi nefnir „Bjarkamál in
finsku“, og hittir það heiti ágætlega
í mark, en sjálf er þýðingin sköruleg
og mjög í anda frumkvæðisins (I.,
92—93). Hallast Stephan hér, eins og
jafnan um ævina, á sveif með lítil-
magnanum gegn ofureflinu og órétt-
inum. Mörgum árum seinna (1910)
tók hann einnig djarfmannlega svari
Finna í hinu kröftuga kvæði sínu,
„Finis Finnlandiæ“ (IV., 38—39), og
spáði þeim lokasigri í frelsisbaráttu
þeirra. Má og geta þess, áður en
skilist er við þýðingu Stephans á
„Bjarkamálum inum finsku“, að
seinna sneri Hannes Hafstein þeim
hetjusöng í heild sinni á íslenzku
(Ljóðabók, Reykjavík, 1916), og er
ekki ófróðlegt að bera saman þýð-
ingu þeirra Stephans á fyrra erind-
inu; munu flestir mæla, að þeir hafi
báðir leyst þá bragþraut með fullum
sóma, og andi kvæðisins eigi heldur
farið út í veður og vind í þýðingum
þeirra.
Er þá komið að síðustu og jafn-
framt merkustu þýðingu Stephans
úr Norðurlandamálum, en það er
kvæðið „Níels Finsen ljóslæknir"
eftir danska höfuðskáldið Holger
Drachmann (I., 196—97). Um þessa
þýðingu sína fer Stephan eftir-
farandi orðum í bréfi til Eggerts
Jóhannssonar ritstjóra 21. desember
1906 (Bréf og ritg., I., 1., 146): „Ör-
fáar þýðingar hefi ég gert um dag-
ana, en enga þeirra tel ég hér. Þó er
það líka rangt með þýðing eins og a
kvæði Drachmanns um Finsen, sem
stóð í „Heimi“, vegna þess að þ°
efni sé þrætt, gerir háttur og mál
það nærri að nýju kvæði“.
Þessi ummæli eru í engu orðum
aukin. Þýðandinn fer hér mjög sinna
ferða, eins og hans var háttur i
þýðingum, bæði um málfar og brag-
arhátt, þó að hugsun sé trúlega
haldið, en þýðingin, að öllu athug-
uðu, með miklum snilldarbrag. Má
og segja, að Stephani hafi hér runnið