Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1953, Page 37
ljóðaþýðingar stephans g. stephanssonar
19
°g að ganga með „kálfsfætur“, eins
og sagt var á íslandi, en myndi hér
samsvara því, að láta skó sína óreim-
aða, fyrir þá skuld eina, að léttara
verði að komast í þá og úr. Því meiri
vandi sem á er, þeim mun meiri
virðing að gera gott kvæði. En allt
verður samt að víkja fyrir inu eina
naudsynlega í þýðingu: að hún falli
um farveg ins sama andlega straum-
falls, eins og er í frumkvæðinu.“
Enginn þarf því að fara í graf-
götur um það, hverjum augum
Stephan leit á ljóðaþýðingar og hvað
vakti fyrir honum með viðleitni
sinni í þá átt.
Og sé nú mælikvarði sjálfs hans í
þeim efnum lagður á þýðingar hans,
Þá verður það fljótt augljóst, að
hann leitaðist trúlega við að fylgja
kenningu sinni um það, hvað þar
v®ri nauðsynlegast og mikilvægast,
sem sé, að halda anda, efni og blæ
frumkvæðisins; með öðrum orðum:
að gera þýðinguna að skáldskap á ís-
ienzkunni, en ekki aðeins að innan-
tómri orðaskel, andlausri og ólíf-
rænni. Óneitanlega hefir honum
einnig oft tekist það, eigi sízt í hin-
Urn merkustu þýðingum sínum, að
°gleymdum einstökum vísum, að ná
Þessu takmarki sínu merkilega vel.
Og allar eiga hinar meiriháttar þýð-
jttgar hans sammerkt um það, að
Þær eru með sterkum persónuleg-
Urn blæ, sverja sig ótvírætt í ætt við
Þróttmikla hugsun og kjarnmikið
Skal þá horfið aftur að síðustu
Þýðingu Stephans í kvæðasafni hans,
uagsettri 13. ágúst 1924, en það er
vaeðið „Gjafmildi", er hann segir,
? sé lausleg þýðing á “Give Not
ith Your Hands”, eftir Macknight
Elack, í “The Nation” (VI., 152).
Líklega er það þessi þýðing, sem
Stephan minnist á í bréfi til dr.
Rögnvalds Péturssonar í janúar 1924
(Bréf og ritg., III., 113) með eftir-
farandi orðum: „Rímleysuna í
“Nation” gat ég ekki stillt mig um
að misþýða og misríma, mér fannst
efnið svo'ágætt." En sé svo, þá hefir
hann síðar endurskoðað hana og dag-
setur hana því í ágúst það ár, eins
og að ofan getur. En vegna þess, að
hér er um seinustu þýðingu skálds-
ins að ræða, og einnig vegna hins, að
hún er bæði einkar fagurt kvæði og
fer íslenzki búningurinn ágætlega,
er hún tekin hér upp í heild sinni:
„Gefðu ei með hœgri hendi;
þó sú vinstri viti ei afl
Gefðu ei með orðum heldur;
þau eru sverð, sem særa báða,
þiggjandann og þann, sem gaf!
Gefðu eins og gjafarinn aldni,
gamla móðir, jörð:
Óvitandi að gjafir gefi,
eða hugsi heldur til,
hún sé til þess gjörð!
Eins og um vor, er aldin-
blómum
brúðskart-björtum
laufin gœða sól og svörð.“
Og mér finnst þessi fagri lofsöng-
ur hinnar sönnu gjafmildi einmitt
vera táknrænn um Stephan G.
Stephansson sjálfan, hið gjafmilda
skáld, er jós af brunni ríkrar skáld-
gáfu sinnar og gaf örlátlega á báðar
hendur, en engin gjöf er stærri en
sú, að gefa af sjálfum sér, leggja
hjarta sitt og sál í gjöfina, og sjá
ekki til launa.