Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1956, Blaðsíða 45
PLÚTUS
27
Mr. Samson gaf sig allan við fyrir-
tækið, lifnaði heldur en ekki yfir
Samsonítum. Fyrirtæki Mr. Sam-
sons voru jafnaðarlega huldar gátur.
Vegir hans órannsakanlegir. Menn
!étu áform hans liggja milli hluta.
En steinhúsið! — Og persónuleg
umönnun og afskifti hans af verk-
inu, var nýstárlegt, og vakti andlega
lifið í bænum og grendinni. Og
konur og karlar spurðu og spáðu;
Því Mr. Samson hafði aldrei verið
við kvenmann kendur, og varla
^iögulegt að hugsa sér hann, hvað
þá Samson & Co., í sambandi við
hús 0g heimili, konu og börn.
!>Heimili verður það samt,“ sögðu
Samsonítar og gáfu því nafnið
Steinhús — í fleirtölu. Og hver var
svo djarfur, að fyrirtaka það, að Mr.
amson ætti eftir að búa í Steinhús-
Urn með ektamaka og afsprengi?
iou gilti hvað hann aðhafðist. Það
s ifti Samsoníta meir en alt annað
Jern skeði á himni og jörð; og því
remur sem dómar hans væru ó-
rannsakanlegir og vegir hans óre
andi. óvissa og leyndardómar sk;
jjjonnunum andlega lífið; og áfo
1 ■ Samsons voru Samsonít
°knari ráðgátur en nokkuð s
Plestarnir fluttu þeim úr biblíu:
o§ öðru guðsorði. Það var andi h;
en ekki drottins, sem sveif yfir ka
s° Urn kvenna og ölglösum karl
^arnsonbæ; og bygging Steinh;
^ ar þeim á við öfluga uppvakning
n .r°Pu innblásins prédikara. E1
s?g. þsð. Að loknu smíði
in^lnkúSUrn hvarf eigandinn. E)
ar tV.1SS1 ^vert. Raunar var verzli
g.S i°rinn í Samson & Co. í dagle
^jnasambandi við húsbónda sinn,
1SS1 Mtið um verustað hans. I
Samson kallaði í verzlunarstjórann
á vissum tímum dagsins. En þau
samtöl snertu aðeins bissnesið í
Samson & Co. Köllin komu úr fjar-
lægum borgum. Meira vissi ekki
verzlunarstjórinn og má geta nærri
um, hvernig honum var innan-
brjósts. En þetta varð hann og aðrir
að þola. Spyrði hann húsbónda sinn,
því hann færi um álfuna eins og
fló á skinni og við hvað hann væri
að bjástra, gat það kostað brask-
þjónsembættið. Alt sem menn vissu
var, að nýtt Samsonfyrirtæki væri í
fæðing. Og stóð andlegt líf með
miklum blóma í bænum og grend-
inni.
Heim af ferðalaginu kom Mr.
Samson harðgiftur ungri og elsku-
legri blómarós. Hún var bersýni-
lega mestur kvenkostur, sem Sam-
sonítar höfðu augum litið, og undr-
aði engan, að brúðurin var tvímæla-
laust fegurst og fullkomnust allra
kvenna. Ekki einungis fyrirtæki,
heldur fyrirboði og ráðgátan mikla,
sem svo reyndist margþætt og
flókin, að hún skerpti vitsmunina og
glæddi sálina. Og Samsonítur voru
ekki í rónni. Þær gátu ekki samrýmt
konu við Samson & Co., allra sízt
meðan þær vissu engin deili á mann-
eskjunni. Hvar gátu þær leitað
nauðsynlegra upplýsinga um frúna?
Ekki hjá Mr. Samson — herra trúr!
Og hver mundi dirfast að spyrja
hana sjálfa spjörunum úr. Til þess
bar hún sig of tígulega og var þar
ofan í kaupið Mrs. Samson. Eina
vonin var, að komast inn undir hjá
Fóstrunni. Fóstran var miðaldra
piparmey, sem ungu hjónin höfðu
með sér, þegar þau komu úr gifting-
artúrnum, og gerðu að ráðskonu í