Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1956, Blaðsíða 32
14
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
anna, og jafnframt íslenzkir inn í
hjartarætur. Munu vinir Jóns taka
heilum og þakklátum huga undir
þessi fögru og sönnu lokaorð erfi-
ljóðs Jakobs um hann:
Um þig stafaði ýmsa vega
eitthvað gjafa milt,
því mun afar þungum trega
þér til grafar fylgt.
Óneitanlega heldur Jakob Thorar-
ensen vel í horfinu um ljóðagerðina
í þessari nýjustu kvæðabók sinni,
og með henni hefir hann enn á ný
lagt drjúgan skerf til íslenzkra sam-
tíðarbókmennta, og hún minnir
jafnframt á það, hve vel hann skipar
sinn virðulega sess á skálda-
bekknum.
III.
Skal þá litið nokkuru nánar á
lifsskoðun Jakobs Thorarensens eins
og hún kemur fram í kvæðum hans.
Raunsæi og jafnvægi í hugsun svip-
merkja skáldskap hans. Glögg-
skyggni hans á það, sem miður fer
í lífinu, ranghverfu þess, á veilurnar
í fari manna, finnur sér löngum
framrás í kaldhæðni og þjóðfélags
ádeilu, sem oft er bitur og vægðar-
laus; en þegar betur er að gáð, er
jafnframt löngum grunnt á samúð-
inni með olnbogabörnum lífsins og
lítilmagnanum, og þarf eigi annað
en minna á kvæðið „Hann stal“ í
því sambandi. Og þessi samúð
skáldsins nær til málleysingjanna,
dýranna, sem eigi síður en mann-
anna börn heyja harða baráttu fyrir
tilveru sinni, og eiga ekki ósjaldan í
vök að verjast einmitt vegna mann-
úðarleysis mannsins sjálfs. Djúp sið-
ferðiskennd og ádeila haldast því í
hendur í mörgum kvæðum Jakobs,
og má í rauninni segja, að ádeilan
eigi rætur sínar í þeirri tilfinningu
hans, samanofinni jafn sterkri rétt-
lætiskennd hans.
Hann hefir hugsað mikið um
vandamál mannlífsins, og skoðanir
hans í þeim efnum eru ljósu letri
skráðar í fjölmörgum kvæðum hans,
sem þrungin eru íhyggli, bersögli, og
gagnrýni, alltaf hreinskilin, og þegar
allt kemur til alls jákvæð fremur
en neikvæð. Raunsæi hans og efa-
girni, sem alið hafa honum í brjósti
bölsýnið, er finnur sér útrás 1
kvæðum eins og „Skaflar,“ á ekki
síðasta leikinn. Þó að trú hans 3
manndóm og mannúð, á lífið, land
hans og þjóð, standi stundum höll'
um fæti, tapar hann henni aldrei til
fulls; og þó að framtíðin sýnist hou-
um oft þoku vafin og óviss, truir
hann á hana, eins og lýsir sér vel 1
kvæði hans „Ný tíð,“ enda þútt;
raunsæi hans og varfærni forði hon-
um frá blindri öfgatrú í þetrn
efnum.
Jakob Thorarensen er hreinrsekt-
aður einstaklingshyggjumaður^ en
jafnframt gæddur sterkri persónu
legri ábyrgðartilfinningu, og hann
gerir miklar kröfur til manna um
það að verða æðrulaust og hetjuleg3
við lífsins kvöðum, með trúmenns n
við hið bezta í sjálfum þeim 0
trúnaði í störfum. Þessi lögeggían
til frjósamra dáða er þungamiðjan^
mörgum kvæðum hans. Kvse 1
„Dagur“, efnismikið, táknrænt og
áhrifamikið, er eitt hið allra svip