Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1956, Blaðsíða 112
94
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
góða aðsókn og mikla hrifningu
áheyrenda; tveim dögum síðar efndi
hún til söngsamkomu að Mountain,
N. Dak., á vegum þjóðræknisdeildar-
innar þar við sambærilegar undir-
tektir tilheyrenda.
Júní — Við fylkiskosningar í
Saskatchewan var Ásmundur Lopt-
son endurkosinn þingmaður af hálfu
Liberalflokksins í Salt Coats kjör-
dæminu með miklu afli atkvæða.
Júní — Tilkynnt, að dr. P. H. T.
Thorlakson láti um þær mundir af
yfirskurðlækningaembætti við Al-
menna sjúkrahúsið í Winnipeg, en
hann á sér að baki glæsilegan em-
bættisferil og hefir tekið marghátt-
aðan þátt í vestur-íslenzkum félags-
málum.
28. júní—1. júlí — Ársþing “The
Western Canada Unitarian Confer-
ence” (áður Hið Sameinaða Kirkju-
félag íslendinga) haldið í Winnipeg.
Séra Philip M. Pétursson var endur-
kosinn útbreiðslustjóri. Samtímis
hélt Samband kvenfélaga þess
kirkjufélags þrítugasta ársþing sitt
þar í borg. Mrs. S. E. Björnsson var
kosin forseti.
.—11. júlí — Sjötugasta og annað
ársþing Hins ev. lút. Kirkjufélags
íslendinga haldið í Vancouver, B.C.
Dr. Valdimar J. Eylands var
endurkosinn forseti. í sambandi við
kirkjuþingið vígði varaforseti fé-
lagsins, séra Guttormur Guttorms-
son, í fjarveru forseta, hina nýju
íslenzku kirkju í Vancouver, en
prestur hennar er séra Eiríkur
Brynjólfsson.
Júlí — Seint í þeim mánuði fór
prófessor Þórður W. Thordarson, á-
samt frú sinni og dóttur, til íslands
á vegum Efnahagssamvinnustofnun-
ar Bandaríkjanna og Búnaðarfélags
íslands; dvöldu þau. þar fram eftir
sumri og ferðuðust víða um landið
og flutti hann ræður á ýmsum sam-
komum.
29. júlí — Islendingadagur haldinn
við Friðarbogann í Blaine, Wash.
29. júlí — Fimmtíu ára afmælis
Lúterska safnaðarins að Lundar,
Man., minnst með sérsta'kri guðs-
þjónustu þar í bæ. Stofnandi safn-
aðarins var dr. Rúnólfur Marteins-
son.
6. ágúst — Hinn árlegi íslendinga-
dagur haldinn að Gimli, Man.
25. ágúst — Kom til Winnipeg
hinn nýskipaði prófessor við ís-
lenzkudeild Manitobaháskólans, —
Haraldur Bessason, ásamt fjölskyldn
sinni. Hann er Skagfirðingur að sstt
og lauk meistaraprófi í íslenzkum
fræðum við Háskóla íslands 1956.
Ágúst — í þeim mánuði fór Valdín
G. Johnson kennslukona, dóttir
þeirra Jóns og Ólínu Johnson í Win-
nipeg, til Frákklands til þess as
taka að sér kennarastöðu við barna-
skóla flughers Canada og brezkra
flugmanna í borginni Metz.
Sept. — Menntamálaráðherra
Manitobafylkis gerir kunnugt, a\
Peter D. Curry hafi verið skipaður i
háskólaráð Manitobaháskólans; hann
er íslenzkur í móðurætt og kunnur
fjársýslumaður og fyrrv. formaður
skólaráðs Winnipegborgar.
Sept. — Á fundi Jóns Sigurðssonar
félagsins var frú Hólmfríður Danie -
son, Winnipeg, kosin ævifélagi þeS®
félagsskapar, en hún hefir veri'
ritari félagsins í 14 ár og sérsta
lega starfað að fræðslumálum ÞesS'
23. sept. — Séra Bragi Friðrikssom
sem þjónað hafði um undanfarin ar