Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1956, Blaðsíða 59
ÞóRoddur GUÐMUNDSSON frá Sandi:
Ég heyrði hörpuslátt
% heyrði hörpuslátt,
fann heitan andardrátt
í hríð á dimmu kveldi.
Af sólþrá sungið var,
°g sáran trega bar
mörg rödd hjá rauðum eldi,
sem enduryljar þó
þá ást, sem löngum bjó
við frost og vetrarveldi.
Ég heyrði hörpuslátt.
í hlíð var sungið dátt
a hæð og mörgum kvisti.
^ar áttu ungar hlé
sitt undir grænu tré.
®g gleði skóginn gisti.
Svo tigin trjágrein hver
Slg teygði og lyfti sér,
i líf og ljósveig þyrsti.
•^g heyrði hörpuslátt.
Ur hlýrri sólarátt
ar hljóm frá þúsund munnum.
S fossinn fögnuð jók,
°g fljótið undir tók
tra hlíð og yztu unnum,
sem glaðar léku létt
1 ieynci við sker og klett
a Þangi, hlein og hlunnum.
% heyrði hörpuslátt.
heiðið fagurblátt
s eig hjartans dýri óður
ra lofts og lagar hjörð
og laufi skrýddri jörð
til lífsins miklu móður,
jafnt lofgjörð eilífung
sem andvörp tregaþung
og von hins veika bróður.
Ég heyrði hörpuslátt.
Við hvern, sem átti bágt
lét huggun gígjan fala.
Hún stælti þrek og þor
og þeirra greiddi spor,
sem draum um dáðir ala.
Jafnt erni ofar fold
sem ormi lágt í mold
þær söngvalindir svala.
Ég heyrði hörpuslátt
og hvíslað undur lágt
af hug, sem dapra gleður,
nam haustsins ramma róm,
þá rokið banadóm
sinn yfir kalvið kveður,
jafnt barnsins bljúgu vers
sem bænarandvarp þess,
er hrumur helveg treður.
Ég heyrði hörpuslátt
um hverja vökunátt
og hljóm í draumum öllum.
Mín sál varð undri yngd
og unaðsröddum kringd
við klið af kátum bjöllum,
sem enduróma gaf
um aldurtilahaf
frá lífsins Ljósufjöllum.