Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1956, Blaðsíða 142
í EYÐU NA
Þegar innviðir þessa rits voru að
mestu fullgjörðir, var ritstjóranum
tilkynnt, að einni síðu væri áfátt,
svo að á jöfnu stæði með blaðsíðu-
fjölda. Þingfréttir síðasta árs reynd-
ust það styttri en áætlað var. Og
með því að ekkert hæfilega langt
eða stutt er fyrir hendi, má maður
eins vel rabba um Tímaritið sjálft
til eyðufyllis.
Ritið er nú orðið 38 ára gamalt,
og dylst víst engum, sem til þekkir,
hversu bjartsýnn sem hann kann að
vera, að með ári hverju verður út-
gáfa þess meiri og fleiri erviðleikum
undirorpin. Liggja vitanlega til þess
ýmsar ástæður.
Fyrst er nú fjárhagshliðin. Prent-
un, pappír og innhefting hefir meira
en tvöfaldast síðan ritið 'hóf göngu
sína. Á hinn bóginn hafa tekjurnar
farið minkandi. Ársgjaldið nam al-
drei nema litlum hluta kostnaðarins
og rann enda að hálfu leyti til deilda.
Var því altaf treyst á auglýsingar
sem aðaltekjugrein ritsins. En þær
hefir aldrei verið hægt að hækka í
verði. Allir vita, og þar á meðal ekki
síst sjálfir auglýsendurnir, að þær
hafa aldrei haft neitt verulegt við-
skiftalegt gildi. Þær voru gefnar af
velvild til félagsins og íslendinga í
heild sinni.
Þá er um innihald ritsins. í upp-
hafi var stefna þess mörkuð á þann
hátt, er enn viðgengst: Engin pólitík,
engin trúmál, sem talist geti undir
stjórnarflokka eða kirkjudeildir,
engar þýddar greinar eða sögur, því
svo var litið á, að enskan væri öllum
fjölda lesenda nærtæk. Ritið átti að
vera sem mest bókmentalegs og
fagurfræðilegs efnis, og að svo miklu
leyti, sem æskilegt væri, skrifað af
Vestur-íslendingum. Þessu hefir
verið fylgt, að voru áliti nægilega-
Rithöfundum fækkar óðum.
síðasta ári féllu frá tvö skáld —
langir stuðningsmenn ritsins. Um
nokkur undanfarandi ár hefir það
bygt tilveru sína mestmegnis á or-
fáum mentamönnum, sem ávalt hafa
brugðist vel við beiðni ritstjórans
þrátt fyrir annríki og önnur skyldu-
störf.
Þetta er ekki svo ervitt að skilja>
þegar maður áttar sig á því, að a
öllum þeim mönnum og konum, sem
eitthvað hafa lagt til ritsins frá upP'
«• 75
hafi þess, eru að minsta kosti
ekki lengur í tölu hinna lifenda-
Af þeim, sem eftir lifa, hafa yfrr
tuttugu aðeins einu sinni gefið ritmu
grein eða kvæði — en nokkrir aðrir
tvisvar, enda eru flestir þeirra bu-
settir á íslandi eða annars staðar u
um heim.
Þriðja atriðið er hinn þverran 1
áhugi og þekking á íslenskum ver
mætum og íslenskri tungu me a
yngri og uppvaxandi kynslóðanna-
Þetta er engin ávítun, heldur viður
kenning eðlilegrar framvindu lífsluS'
En þegar vestur-íslenska rithöfun a
þrýtur má Tímarit Þjóðræknis^
félagsins með réttu leggjasl 1
svefns.