Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1956, Blaðsíða 99
kynning gullaldarrita íslendinga
81
Edinborg á Skotlandi sjá um út-
gáfuna. í nefnd, sem kosin var til
að sjá um þýðingar, og til eftirlits
með verkinu eru átta á Bretlandi,
fjórir á íslandi og einn í Danmörku.
Eormaður brezku nefndarinnar er
hinn góðkunni íslandsvinur Sir
William Craige, fyrrum professor í
engil-saxnesku við Oxford háskól-
ann. Áformað er að prenta aðra
hvora blaðsíðu á íslenzku en hina á
ensku, og að gefa út íslendinga-
sögurnar, Eddurnar báðar og Heims-
kringlu, ásamt ýmsum öðrum forn-
ritum, sem við koma þjóðum af
germönskum ættstofni.
Af ofanskráðu ágripi er það aug-
fjóst að allir menntamenn í hinum
Slðaða heimi kunna að meta menn-
mgargildi forníslenzkra bókmennta.
A-rngrímur Jónsson byrjaði kynn-
ingarstarf sitt í smáum stíl til þess
að^ afmá óhróður um land sitt og
þjóð, en starfið óx og áhrif þess
reiddust út úr einu landi í annað,
Par til hann var umkringdur af á-
ugasömum mönnum, innan lands
°g utan, sem störfuðu með honum
eg héldu uppi starfinu eftir hans
ag- Alla þessa menn mætti með
^ettu móti kalla lærisveina hans.
^að má líka kalla Arngrím föður
!J 0rðurlanda-f ornritafræði. Minn-
^garmerki hans er ekki steypt úr
A ronzi eða höggvið í marmara. En
/er erum í stórri þakklætisskuld
við hann, — ekki einungis íslend-
ingar, heldur allar menningarþjóðir,
en sérstaklega þær sem af ger-
mönskum stofni eru komnar. Arn-
grímur tók hin fyrstu spor til að
kynna heiminum gullaldarrit ís-
lendinga og lýsti þannig upp bók-
rnenntalegt miðaldamyrkur Evrópu-
þjóða.
„ísland skein í dýrðarljóma
sögu og ljóða,
skæri Norðurljós þá alli um kring
var rökkurmóða."
—Montgomery
HEIMILDARRIT aðallega noiuð
Menn og Menntir IV., 1926 ,dr. Páll
Ólason.
What Scholars Say About the
Scandinavian Languages: Rasmus B.
Anderson, L.L.D.
Norse Mythology, 1901: Rasmus B.
Anderson, L.L.D.
Norroena, Anglo-Saxon Classics,
1907.
Heroes and Hero Worship: Thomas
Carlyle.
Edda and Saga, 1931: Bertha S.
Phillpotts.
Islandica, nokkur hefti: dr. Halldór
Hermannsson.
Nokkur hefti af Eimreiðinni og
Skírni.
Æfisögur höfunda, Úr ýmsum fjöl-
fræðibókum.