Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1956, Blaðsíða 42
24
TIMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
Óðar en landmælingum var lokið
hófst innflyténdastraumurinn. Allur
þorrinn, til að festa sér heimilis-
rétt, en innan um fundust agentar,
spekúlantar og aðrir æfintýramenn,
sem spiluðu póker og drukku
brennivín. Landið úði og grúði í
bændaefnum, gangandi, keyrandi,
ríðandi í öllum áttum, í allar áttir,
því hver um sig ásetti sér að ná í
bezta kvartinn. Steinn Samson tók
rétt á þeim kvartinum, sem hús
hans stóðu á. Og nú var sonur hans
kominn til manns og notaði sinn
borgararétt. Var þetta í fyrsta skifti,
að þeir feðgar höfðu náð löglegum
rétti á búlandi; og um leið brugðu
þeir búi, ráku sauðfé og nautgripi
til markaðar, og seldu hesta hverj-
um innflytjenda, sem hafa vildi.
Beztu gæðingunum héldu þeir eftir
til flutninga, sem þeir önnuðust um
í stórum stíl. Keyptu flutnings- og
léttivagna í heildsölu og fengu smá-
sölu-umboð fyrir þeim. Og mun það
hafa verið fyrsti vísirinn til Sam-
son & Co. Þótti mönnum þeir
feðgar liprir í viðskiftum og svo
rýmilegir, að undrun sætti. Síðar
breyttist það álit, þegar fyrir kom,
að Samson & Co. sló eign sinni á
bújörð fyrir hestapar löngu við
heiminn skilið eða af sér gengin
vagna- og vélaskrífli. En svo ræki-
lega hafði Steinn yngri búið um
kauphnútana. Enda hafði hann
gengið tvo vetur á verzlunarskóla og
þar fyrir utan lesið allar þær biss-
nesbókmentir, sem hann gat hönd á
fest. Faðir hans lét hann einan um
bókhaldið og alla samninga. Nú sá
hann fyrst, að arðvænna er að yrkja
lýð en land, en svo bezt, að maður
sé mentaður. Þeim fjölgaði dag frá
degi, sem voru í þjónustu Samson-
feðganna eða að öðru leyti háðir
þeim. Og það var alt annað, að
kunna reikningskil á mönnum en
skepnum. Það vildi til, að í þeim
efnum var Steinn yngri hreint og
beint kunnáttusamur. Það sýndi
hann bezt þegar hann kom öllum
fyrirtækjum feðganna, smáum og
stórum, í eitt ógnarlegt fyrirtæki,
eins og þegar hundruð dreifðra
gripa eru rekin saman í eina hjörð.
Þannig hugsaði Steinn Samson sér
Samson & Co., eftir að sonur hans
setti það á laggirnar og féfck það
löggilt. Upp á Samson og Co. gat
maður kastað öllum áhyggjum sín-
um og samvizkunni með.
Undir handleiðslu guðs og lukk-
unnar lét Sípíar mæla út bæarstæði
á næsta kvarti við heimilisréttar-
lönd Samson-feðganna, og reisa
stassjónina, að heita mátti, undir
fjárhúsveggnum. Hér sá Samson &
Co. sér leik á borði og lét mæla
spildu af Samsonlandi í stærri lóðir
en þær, sem Sípíar seldi. Margur
einn gerði öll sín kaup hjá Samson
& Co. og mátti eins vel kaupa blett
undir hús sitt hjá félaginu og Sípiar
gamla, sem ekki hafði mikla tru a
framtíð bæarins, ef dæma mátti a
hve lúsarlega bæarstæðið og 1°
irnar voru útilátin. Tíminn rnun 1
leiða í ljós, að hér ætti eftir að rísa
borg á sléttunni og sannaðist þa
hver færi með meiri völd, Sípiar
eða Samson & Co. Og þegar lan
nemunum barst sú fregn, að bær
þeirra ætti að bera afkáralegt na
sem enginn kannaðist við, ba a
upp metnaður þeirra. Þeir risu upP>
sem einn maður, og heimtuðu, a
in fyrirhugaða sléttuborg sín tæ