Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1956, Blaðsíða 29
JAKOB THORARENSEN
11
Stillt sé kvöld um stuðlahöldinn,
starfað hafði ’ann lengi og vel,
augun hvesst í áttir flestar
ut um lönd í storm og él,
skyggn sem haukur, — hafði að auki
hjartað yrkt hins sanna manns,
einatt kennir íturmennis
etda, er brenna í þeli hans.
En Jakobi lætur eigi aðeins sú
list að kveðja eftirminnilega í ljóði
heilhuga forustumenn, sem hátt
bafði borið á sviði menningar- og
starfslífsins. Um Samson Eyjólfsson,
gafaðan og sérkennilegan ógæfu-
mann, yrkir hann merkilegt kvæði,
gagnorkt, hugsun hlaðið og samúð-
arrikt. Með sömu ágætum er kveðja
ails til Eyjólfs Eyjólfssonar for-
^aanns, látlaust kvæði, þrungið
ugsun og djúpri samúð, og verð-
ugur óður íslenzkri sjómannastétt.
^*g Jakob er einmitt sérstaku
anillingur í þvf ag bregða upp
Vaeðum sínum ógleymanlegui
^annlífsmyndum, er segja sögu hir
?^asia fólks og túlka skaphöfn þes
\ jertum leiftrum sem bregða birt
a úýpstu sérkenni þess og örlagí
stundir. Þetta gerir hann í kvæðui
eins og „Eldabuskan,“ „Skratt;
i.° Ur<< °g „Hrefna á Heiði,“ sei
^ugu eru þjóðkunn og lærð £
jU'gum, 0g svipmerkt einkennui
k°iru!enn^a^egS langllils- Markvi:
sf l þ132®111 skáldsins eykur eigi <
I a an á áhrifamagn lýsingarinna
ej essurn mannlífsmyndum sínur
kv ^ * ^Ur en 1 sögu- og minning;
íólk' UnUln’ iýsir hann oft stolt
lvnn slerbrotnu, örlyndu en fas
reis U .^1^11 er Hrefna á Heiði
U slnni og bitur þóttakuldinn
orðum hennar, er hún hafnar bón-
orði glæsibúins og glóhnappaðs
sýslumannsins:
Burt hún gekk 1 glæstum skrúða
göfuglyndis, — mærin prúða.
Mjúk á fæti’ og fögur öll.
Eigi er lýsingin á Hrossa-Dóru í
samnefndu kvæði síður tilkomu-
mikil, en þar fara saman sálrænt
innsæi, dramatiskur kraftur og stíg-
andi í frásögninni og hreimmikið
málfar, enda hefir þessi stórskorna
lýsing réttilega verið talin einhver
hressilegasta kvenlýsing í íslenzkum
skáldskap síðari ára.
1 öðrum kvæðum sínum lýsir
Jakob með skörpum og glöggum
dráttum hversdagsfólki, „hetjum
hins daglega lífs“, öskukarlinum,
búðarstúlkunni og sótaranum; og þó
að góðlátlegrar glettni kenni í þeim
lýsingum, er þar eigi djúpt á sam-
úðinni. Við annan tón kveður í lýs-
ingum hans á ónytjungum og öðrum
þeim manntegundum, sem eru hon-
um hvimleiðastar. Slíkt mannfólk
gagnrýnir hann oft miskunnarlaust,
og beitir þá tíðum fimlega vopni
kaldhæðni sinnar, t. d. í kvæðinu
„Útburður.“
Karlmennska heillyndi, hreysti og
manndómur, eru honum mest að
skapi, og það er aðdáunin á þeim
eiginleikum, sem kyndir undir í
kvæðum eins og „Hinzti dagur,“ sem
er ramaukin hrynhenda og stórbrot-
in lýsing á ofsaveðri og mannskaða
á hafi úti; á það eigi síður við um
hið mikla og margdáða kvæði hans
„í hákarlalegum,11 er sígillt mun
reynast, því að þar er færð í sam-