Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1956, Blaðsíða 93
kynning gullaldarrita íslendinga
75
fundu þeir æ betur og betur að það
var nauðsynlegt að læra íslenzku
til hlítar til þess að hafa full not af
þ e s s u m bókmenntafjársjóðum.
Þannig atvikaðist það að margir er-
lendir menntamenn fóru að læra ís-
lenzku og tóku til að þýða forn-
ritin á sín eigin tungumál. Aðrir
notuðu efnið í sín eigin ritverk.
Frameftir bar mest á þessu í Þýzka-
landi, og urðu margir í Þýzkalandi
mjög vinveittir íslendingum eftir að
^ynnast bókmenntum þeirra og eftir
að hafa rannsakað fornritin. Kvað
£vo rammt að þessu að í sumum til-
fellum urðu þeir á undan íslending-
um í þessu efni. í formálanum fyrir
íslendinga Sögu sinni, fyrsta bindi,
sem kom út 1903, harmar Bogi Mel-
steð að íslendingar hafi ekki ritað
nema stutt ágrip af sögu sinni. Hann
segir meðal annars: „Aftur á móti
er til á þýzku ágæt íslands Saga
fra upphafi til enda Þjóðveldisins,
eftir Konrad Maurer, sem hann gaf
ut I874 og sendi íslendingum í þjóð-
hátíðargjöf.“ Annað dæmi er þýzkur
f®rdómsmaður, dr. Kr. Kálund, sem
?erði nám tungu vorrar og fornra
r®ða að lífsstarfi sínu. Ennfremur
1113 geta hálærðrar þýzkrar konu,
Seni aldrei hafði komið til íslands
ne notið kennslu í máli voru, heldur
numið það algerlega af sjálfsdáðum.
að var Frk. Margarethe Lehmann-
ilhés, merkur stærðfræðingur og
sfjÖrnufræðingur. Hún þýddi og gaf
ut úrval úr Þjóðsögum Jóns Árna-
s°nar, úrval íslenzkra ljóða og
^argt fleira. Hún skrifaði grein í
^mreiðina 1898 (bls. 135) um
Pjaldvefnað. Fyrir andlát sitt á-
nafnaði hún Kaupmannahafnardeild
ins íslenzka bókmenntafélags 5000
krónur til að hlynna að íslenzkum
fræðum.*
Samt sem áður var það Englend-
ingur, sem fyrstur þýddi íslenzk ljóð
úr frummálinu, það var William
Herbert, árið 1804. Englendingurinn
Barón Joseph Banks ferðaðist um
ísland 1772, og varð hann hrifinn af
fornfræðum íslendinga. Þegar kaf-
teinn Jörgen Jörgensen heimsótti
hann árið 1806 bað hann Jörgensen
að útvega sér bækur í Danmörku,
sem fjölluðu um ísland.**
Eftirfarandi greinar vitna um það
hversu hátt mat lærðir erlendir
menn settu á íslenzkt mál og íslenzk-
ar fornbókmenntir.
Rithöfundinn Thomas Carlyle
(1795—1881) kannast allir við. Hann
segir í bók sinni: Heroes and Hero
Worship: „Mikið hefði tapast ef ís-
landi hefði ekki skotið úr sjó — ef
Norðmenn hefðu ekki fundið það og
byggt! Gömlu norsku skáldin voru
mörg á íslandi . . . Vitanlega rennur
í æðum vorum, Englendinga, mikið
af dansk-norsku blóði; — raunar er
enginn munur á Dönum Norðmönn-
um og Engil-Söxum nema á yfir-
borðinu. Á öllu Bretlandi erum vér
að miklu leyti blandaðir Dönum;
eftir svo margar innrásir þeirra og
innflutning. Þessi blöndun er að
vísu mest við austurströndina, en
þó aðallega norðarlega. Frá Humber
og upp eftir yfir allt Skotland, er
mál alþýðunnar einkennilega ís-
lenzkt. Germanska þeirra hefir ein-
‘Eimreiðin 1898 bls. 135, og 1911, bls-
103. Skírnir 1912 bls. 149.
**“The Viking of Van Diemen’s Land,’
;ir Frank Clune og P. K. S. Stephensen,
54, sem er ítarleg saga um Jorgen
rgensen, sem íslendingar nefndu Jorund
índadagakonung.