Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.2004, Blaðsíða 10
stofunum heldur utan um starfsemina eitt ár í senn og er í forsvari fyrir öll félögin út á
við, eins og t.d. í málefnum ESB. Akveðið var að fela CF, sænska verkfræðingafélaginu,
þetta hlutverk fyrsta árið.
Tæknidagar 2004 voru helgaðir aldarafmæli rafvæðingar á íslandi. Dagana 28. og 29.
október var ráðstefna í Smáralind ásamt sýningu á tæknivæddu húsi framtíðarinnar.
Verktækni-golfmót VFI og TFÍ var haldið í Vestmannaeyjum í ágúst 2004 og tókst með
eindæmum vel í alla staði. Hér var ekki eingöngu um að ræða golfferð heldur var þeim
sem ekki kusu að leika golf boðið að fara í skoðunarferð um eyjuna á meðan á mótinu
stóð. Leikið var golf í frábæru veðri og að kvöldi mótsdags var glæsilegur kvöldverður í
Höllinni þar sem verðlaunaafhending fór fram. Að þessu sinni sigruðu tæknifræðingar
og endurheimtu þar með styttuna sem verkfræðingar unnu í fyrra. Að morgni sunnudags
var síðan farið í eftirminnilega siglingu umhverfis Heimaey í ágætu veðri.
Fjölmennur samlokufundur var haldinn í september 2004 um Kárahnjúkavirkjun þar
sem Guðmundur Pétursson, verkefnisstjóri Landsvirkjunar, kynnti stöðu mála við bygg-
ingu virkjunarinnar. I kjölfarið var farið í vettvangsferð að Kárahnjúkavirkjun bæði flug-
leiðis og með jeppaleiðangri yfir hálendið. Guðmundur annaðist sjálfur skipulagningu og
undirbúning ferðarinnar á staðnum, en þátttaka var góð og voru þátttakendur liðlega 100
manns. Daginn eftir var síðan haldið til Reyðarfjarðar til að skoða framkvæmdir við
álverið sem þar mun rísa og skoðuð nýju göngin yfir til Fáskrúðsfjarðar.
Þann 23. september 2004 stóðu VFÍ og TFÍ fyrir ráðstefnu um menntun verkfræðinga og
tæknifræðinga á Grand Hóteli í Reykjavík. A ráðstefnunni var fjallað m.a. um menntun-
ina í samhengi við skóla, markað, stærðfræði og framtíð. Nokkru áður fór formaður á
fund til menntamálaráðherra ásamt framkvæmdastjóra og formanni MVFI. Tilefnið var
bréf sem sent var sl. vor með ályktun MVFI um gæðakröfur í menntun verkfræðinga og
tillögu um nýja úttekt í líkingu við þá sem gerð var fyrir um áratug á verkfræðideild HI
af ABET. Tók ráðherra vel málaleitaninni og lofaði fulltingi sínu. Á fundinum ítrekuðum
við fulltrúar VFÍ stefnu félagsins um að komið verði á fót einum verkfræðiháskóla sem
verði staðsettur í fyrirhuguðum Vísindagörðum í Vatnsmýrinni og að þangað verði einn-
ig flutt starfsemi rannsóknastofnana atvinnuveganna.
„Afl í segulæðum - Saga rafmagns á íslandi í 100 ár"
í tilefni af því að 100 ár eru nú liðin frá því að rafvæðing hófst á íslandi gefur VFÍ út
annað ritið í ritröð félagsins. Fyrir tveimur árum var ritröðinni hrundið af stað á vegum
félagsins í tilefni 90 ára afmælis þess. Fyrsta ritið var „Frumherjar í verkfræði á íslandi"
og ritröðinni mun ljúka 2012 með riti um 100 ára sögu félagsins. Sú stefna var í upphafi
mörkuð að ritin skuli vera auðlesin, fróðleg og skemmtileg og höfða til almennings jafnt
sem verkfræðinga og annarra skyldra stétta.
„Afl í segulæðum" er heitið á öðru ritinu í röðinni og eins og undirtitillinn segir til um
fjallar bókin um sögu rafmagns á íslandi í 100 ár. Ákveðið var að efnistök bókarinnar
yrðu með þeim hætti að segja sögu rafvæðingarinnar bæði upphafsárin og samveitutíma-
bilið, sem og sögu iðnaðaruppbyggingar seinni árin. Dregin eru fram nöfn þeirra manna
sem á einn eða annan hátt mörkuðu leiðina, sér í lagi fyrri hluta tímabilsins.
I ritnefnd þessa rits sátu auk undirritaðs Agnar Olsen og Gísli Sveinsson. Höfundur er
Sveinn Þórðarson sagnfræðingur. Á honum hvíldi vinnan og ábyrgðin sem ræður því
hvernig til tekst. Enda þótt við ritnefndarmenn höfum lagt línurnar og markað rammann
sem unnið var eftir er það höfundurinn sem spinnur söguna og fléttar inn í hana þá þætti
sem hann telur markverðasta. Frásögn Sveins er aðgengileg og lifandi sem gerir ritverk-
ið án efa áhugavert fyrir alla, einnig þá sem þekkja lítt til sögu rafmagnsins á Islandi.
Steinar Friðgeirsson, formaður VFÍ 2003-2005
8
Arbók VFl/TFl 2004