Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.2004, Page 160
Ávinningurinn af þessu verkefni var helst sá að plangatnamótum við Reykjanesbraut
fækkaði um þrenn, tenging milli Stekkjarbakka og Smiðjuhverfis sem og tengingar við
Reykjanesbraut bötnuðu mikið. Einnig urðu tengingar fyrir gangandi og hjólandi veg-
farendur milli hverfa og útivistarsvæða betri með tilkomu nýrra stíga, göngubrúar og
undirganga. Búast má við að umferðaröryggi á þessu svæði verði mun meira með til-
komu þessa mannvirkis.
Verkið var boðið út 1. febrúar 2003 á EES-svæðinu.
Verksamningur upp á 688 m.kr. var undirritaður 28. mars 2003 við Jarðvélar ehf. Vinna
hófst 29. mars 2003.
Verkið var í megindráttum unnið í tveimur hlutum, þ.e. umferð var hleypt á mannvirk-
ið í þeim fyrri og í þeim síðari var unnið við endanlegan yfirborðsfrágang á svæðinu.
Fyrri hluti verksins var tekinn í notkun þann 25. október 2003.
Helstu hönnuðir og ráðgjafar: Línuhönnun hf., mat á umhverfisáhrifum, frumdrög og
aðalráðgjafi í for- og verkhönnun. Studio Granda, arkitekt. Landmótun ehf., stígar og
landmótun. Raftæknistofan hf., veglýsing. Fjarhitun hf., lagnir Orkuveitu Reykjavíkur.
Verktakar: Jarðvélar ehf., aðalverktaki. Sveinbjörn Sigurðsson ehf., steypt mannvirki.
Malbikunarstöðin Höfði hf., malbik. BM Vallá hellur, rör o.fl.
Eftirlit var í höndum Fjarhitunar hf.
Auk þess komu fjölmargir starfsmenn Vegagerðarinnar, Reykjavíkurborgar, Kópavogs-
bæjar, Orkuveitu Reykjavíkur og Landssíma Islands að þessu verki.
Klippt á borða við Stekkjarbakka.
Þórólfur Árnason borgarstjóri,
Sturla Böðvarsson samgöngu-
ráðherra og Gunnsteinn
Sigurðsson,forseti bæjarstjórnar
í Kópavogi.
1 5 8
Árbók VFÍ/TFÍ 2004