Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.2004, Blaðsíða 200
Tafla 1: Lýsing á 12 dæmum um rennsli í Skeljanesi.
nr Lýsing rennslis dagsetning meðal- rennsli [l/s] meðal- hiti [°C] virkur dagur úrkoma [mm] snjó- bráð vægi [%]
1 Að sumri til - virkur dagur (hiti um 15°C) 13.6.2002 458 14,4 já 0 nei 8%
2 Að sumri til - frídagur (hiti um 10°C) 16.6.2002 426 12,6 nei 0 nei 5%
3 Að vetri til - virkur dagur (hiti um 0°C) 20.3.2002 754 4,4 já 0 nei 33%
4 Að vetri til - frídagur (hiti um 0°C) 28.12.2002 939 -0,3 nei 0 nei 12%
5 Að vetri til - virkur dagur (hiti um -10°C) 27.2.2002 847 -8,9 já 0 nei 8%
6 Að vetri til - frídagur (hiti um -10°C) 24.2.2002 865 -10 nei 0 nei 3%
7 Þegar úrkoma er lítil en langvarandi 12.12.2002 958 4,5 já 4 nei 16%
8 Við algengan stakan úrkomuviðburð 21.5.2002 608 9,2 já 1 nei 8%
9 Við sérstakan mikinn úrkomuviðburð 1 30.11.2002 995 6 nei 14 nei 2%
10 Við sérstakan mikinn úrkomuviðburð 2 5.1.2002 1453 4,4 nei 21 nei i%
11 Við sérstakan mikinn úrkomuviðburð 3 13.2.2002 1265 4,3 já 22 já 1%
12 Við snjóbráð 3.1.2004 1074 4 nei 2 já i%
Heildarkostnaður er metinn með því að gefa þessum dæmum vægi í samræmi við
hversu oft viðkomandi aðstæður eru ráðandi. Hæðunum er síðan breytt kerfisbundið og
athugað hverju sinni hvort það lækki kostnaðinn. Við bestunina er notast við sólar-
hringsrennsli sem er nærri algengasta rennslinu. Niðurstaðan er síðan sannreynd fyrir
alla 12 sólarhringana. í öllum stöðvunum eru skorður á mögulegum hæðum þær að ekki
má að staðaldri flæða yfir gangvegi í dælubrunnunum og heldur ekki virkja yfirfall að
óþörfu. Einnig eru takmörk fyrir því hve stutt bil getur verið milli starts og stopps því
hvorki er það hagkvæmt né ráðlegt að dælurnar fari of oft í gang.
Niðurstöður bestunar start- og stopphæða eru helstar:
• Start- og stopphæðir eru eins ofarlega og hægt er miðað við skorður
• Gangsetningum fækkaði jafnvel þó að styttra væri milli starts og stopps en áður
vegna miðlunaráhrifa
• Hækka mátti töluvert í dælubrunni Skeljaness, miðlun jókst úr 100 m3 í um 400 m3
• í Faxaskjóli og Ánanausti var ekki hægt að hækka síðasta start vegna aðstæðna í
stöðvunum en hækka mátti meðalvatnshæðina nokkuð
• Lækka má rekstrarkostnað um 5,6% miðað við dæmin 12 um rennsli, eða um 1,5
milljónir króna á ári.
Bestun miðað við smávægilegar breytingar
Við bestunarvinnuna komu í ljós möguleikar til að lækka enn kostnað við dælingu með
smávægilegum breytingum í Skeljanesi og Faxaskjóli. í Skeljanesi mætti hækka vatns-
borð um allt að 0,5 m með hækkun göngugrinda og nema sem ræsir neyðaryfirfall. I
Faxaskjóli mætti sömuleiðis hækka vatnsborð um 1,0 m með því að hækka yfirfallsbrún
við regnvatnsdælur án þess að hafa áhrif á aðgengi í stöðinni. Með þessu næðist nýting
á það mikla miðlunarrými sem býr í pípunni ofan stöðvarinnar. Ekki var kannað sérstak-
lega hvort söfnun vatns í pípu ofan dælustöðvar hefði veruleg vandamál í för með sér svo
sem uppsöfnun sands í pípunni en líklega er æskilegt að stöðvarnar tæmi sig að minnsta
kosti einu sinni á sólarhring til að sandur skolist burt. Slík hreinsun var ekki hermd í
líkaninu en kostnaðarauki vegna hennar er óverulegur bjóði stýribúnaðurinn upp á slíkt.
Ekki virðist umrædd hækkun í brunnum auki hættu á flóðum í kjöllurum húsa enda
vatnsstaðan nokkuð neðar en öryggisviðmið fráveitunnar sem er um 2 m yfir sjó.
Þessar breytingar, sem kosta um 0,5 milljónir króna, myndu leiða til alls 9,0% sparnaðar,
sem er 2,3 milljónir á ári.
1 9 8
Arbók V F I / T FI 2004