Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.2004, Blaðsíða 179
Báðum þessum móttökustöðvum er fjarstýrt frá Gufunesi og Vaktstöð siglinga, eftir því
hvaða búnað er um að ræða. Stöðvarnar eru ómannaðar en viðhaldi er sinnt af starfs-
mönnum í Gufunesi. Sendar fyrir HF-þjónustuna eru staðsettir á Rjúpnahæð. Sendunum
er fjarstýrt frá Gufunesi og Vaktstöð siglinga. Á Rjúpnahæð starfar einn starfsmaður á
dagvinnutíma við viðhald.
Að öllu jöfnu vilja flugmenn frekar hafa viðskipti á metrabylgju (VHF) en á stuttbylgju
(HF). Ástæðan er sú að hlustunarskilyrði eru miklu betri á VHF-samböndum, sem byggj-
ast á að sjónlína sé milli aðila. Þetta gerir það að verkum að langdrægi VHF-sambanda er
aðeins brot af því sem HF-samböndin bjóða upp á, en þau byggjast á endurvarpi frá jón-
hvolfinu. Því er mikilvægt að koma VFIF-búnaðinum í sem mesta hæð til að auka lang-
drægið. Algengt er að VHF-sambönd frá þessum stöðum dragi um 250 sjómílur þegar um
er að ræða samband við flugvélar í þotuflughæðum.
Landfræðileg lega íslands veitir vissa sérstöðu vegna þess að með því að koma upp VHF-
búnaði á íslandi í Færeyjum og á Grænlandi getur fjarskiptastöðin í Gufunesi boðið upp
á nánast samfellt VHF-þjónustusvæði yfir Norður-Atlantshaf. VHF-þjónustan er veitt á
þremur tíðnum, 126.55 MHz, 127.85 MHz og 129.75 MHz. Á íslandi er VHF-búnaður
staðsettur á Gagnheiði ofan Egilsstaða, Háfelli í Mýrdal, Háöxl, Þorbirni við Grindavík
og á Þverfjalli í grennd við ísafjörð. í Færeyjum er búnaður á Fugley og í Grænlandi er
búnaður í svonefndum Dye One og Dye Four stöðvunum á austur- og vesturströnd
Grænlands. Á árinu 2003 voru afgreidd 399.249 skeyti í Gufunesi, þar af voru 260.444
afgreidd á VHF-tíðnum en 138.249 á HF-tíðnum.
Önnur fjarskiptaþjónusta
Auk talfjarskiptanna eru rekin nokkur kerfi í Gufunesi, sem þjóna flugsamgöngum yfir
hafið eða styðja við talfjarskiptaþjónustuna. Hér má fyrst nefna AFTN/CIDIN-skeyta-
dreifikerfið, sem er hluti af alheimsneti sem þjónað hefur alþjóðlegu flugi um áratuga
skeið. Kerfið í Gufunesi er tengt sams konar kerfum í Kanada, Grænlandi, Noregi og
Bretlandi og er hluti af því neti sem tryggir dreifingu mikilvægra skeyta, eins og t.d.
flugáætlana og tilkynninga til flugmanna, á Norður-Atlantshafi. Jafnframt sér það um að
dreifa skeytum frá flugstjórnarmiðstöðinni í Reykjavík og tryggir skeytasamband milli
loftskeytamanna og flugumferðarstjóra.
Á árinu 2004 var fyrsti áfangi í endurnýjun á afgreiðslukerfi talsambanda tekinn í notkun.
Þetta kerfi heldur utan um öll talviðskipti sem eru í gangi á hverju afgreiðsluborði,
stýringu á loftnetavali, umferðartölfræði, auk þess að gefa loftskeytamönnum grafíska
tölvuskjámynd af umferðinni eins og er á hverjum tíma. Nýja kerfið er hannað af Flug-
kerfum hf.
Annar þáttur í rekstri Gufunesstöðvarinnar eru gagnafjarskipti við flugvélar. Um er að
ræða búnað, sem rekinn er fyrir bandaríska fjarskiptafyrirtækið ARINC bæði á HF- og
VHF-tíðnum. Á Rjúpnahæð eru HF-sendar til þessarar notkunar og viðtæki í Þverholtum.
Búnaður til gagnafjarskipta á VHF-tíðnum er hér á landi á Háfelli og Þorbirni auk stöðva
á Spáafelli í Færeyjum og á þremur stöðum í Grænlandi. Með þessu kerfi hefur verið
komið upp samfelldu þjónustusvæði á VHF-tíðnum á belti yfir Norður-Atlantshaf. Utan
þessa beltis er boðið upp á HF-gagnaflutningsþjónustu. Gagnafjarskipti við flugvélar eru
stöðugt að aukast. Þetta á bæði við um gagnasamskipti flugfélaga við eigin flugvélar sem
og samskipti milli flugvéla og flugstjórnarmiðstöðva.
Þriðji þátturinn í starfsemi Gufunesstöðvarinnar er rekstur á tæknikerfum til talviðskipta
við skip og sjálfvirka tilkynningakerfinu. Samkvæmt ákvörðun samgönguráðuneytis og
dómsmálaráðuneytis voru talviðskipti við skip og staðsetningareftirlit flutt frá Gufunesi
til Vaktstöðvar siglinga í Skógarhlíð sem rekin er af Neyðarlínunni. Jafnframt keypti
Kynning og tæknigreinar fyrirtækja og stofnana
1 7 7