Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.2004, Blaðsíða 33
stærðfræði vorið 2002 og Reykhólaskóli fyrir hæstu meðaleinkunn sl. þrjú ár. Fyrr á því
ári fékk Salaskóli viðurkenningu fyrir að hafa stofnað sérstaka vísindamiðstöð fyrir
nemendur. Á árinu 2003 voru engar viðurkenningar veittar. Ein ástæða þess er að upp
kom ágreiningur milli VFI og TFI við hin aðildarfélögin um framlög til starfseminnar.
Stjórnir VFÍ og TFÍ töldu að ársreikningar hagsmunafélagsins sýndu að sinna mætti
verkefnum félagsins og ná sambærilegum árangri með helmingi lægra iðgjaldi en verið
hafði. í árslok 2003 varð að samkomulagi að lækka gjöldin.
Norðurlandasamstarf
Um nokkurt árabil hefur VFÍ og TFÍ tekið þátt í samstarfi norrænu systurfélaganna með
því að formaður og framkvæmdastjóri sækja árlega „Nordisk Ingeniörmöde" (NIM). Á
þessum fundum eru fastir liðir umræða um þróun efnahagsmála í hverju landi, félaga-
fjölgun, atvinnuástand, kjaramál og helstu verkefni sem hvert félag fæst við hverju sinni.
NIM-fundi er fróðlegt að sækja, menn skiptast á skoðunum og deila með sér reynslu og
opna sýn, sem nauðsynlegt er litlum félögum eins og VFI og TFI. Þar fyllast menn eld-
móði til að takast á við ný verkefni og gera enn betur.
Fundur formanna og framkvæmdastjóra á Norðurlöndunum, NIM 2003 (Nordisk
Ingeniörmöde), var haldinn dagana 28.-30. ágúst sl. í Tavastehus (Hámeenlinna) í
Finnlandi í boði finnsku félaganna. Aðalmálefni fundarins var breytt fyrirkomulag á hinu
norræna samstarfi. í því felst að í stað NIM komi NORDING sem verða samtök Nor-
rænna verkfræðinga og tæknifræðinga, sem halda sameiginlegan aðalfund einu sinni á
ári. Ein af skrifstofunum mun halda utan um starfsemina 1-2 ár í senn og vera í forsvari
fyrir öll félögin út á við, eins og t.d. í málefnum ESB.
Framkvæmdastjórafundur
Framkvæmdastjórafundur norrænu verkfræðingafélaganna og tæknifræðingafélaganna
var haldinn 19.-20. febrúar í Malmö. Meginefni fundarins var undirbúningur undir árs-
fund Nording sem haldinn var í Mölle í Suður-Svíþjóð í september 2004. Á fundinum
kom fram að sænsku verkfræðinga- og tæknifræðingafélögin stefna að sameiningu 1. jan-
úar 2007 og sænskumælandi verkfræðinga- og tæknifræðingafélögin í Finnlandi reka
saman skrifstofu og eru í viðræðum um nánara samstarf. Menntun verkfræðinga og
tæknifræðinga var eitt helsta mál fundarins. Félögin á Norðurlöndum hafa verulegar
áhyggjur af gæðum námsins og samkeppnishæfni verkfræðinga og tæknifræðinga á
alþjóðamarkaði. Meðal annars var leitað svara við spurningunum:
1. Eru of margir skólar í hverju landi?
2. Hafa skólarnir áhuga á að skipta þekkingarsviðunum á milli sín?
3. Hafa nemendurnir áhuga á náminu?
4. Hvernig er erlendum samskiptum skólanna háttað og hversu virk eru þau?
5. Síðast en ekki síst, hvað geta félögin gert?
Onnur mál sem voru á dagskrá voru alþjóðavæðingin, samkeppnisfærni eldri félags-
manna, FEANI og annað samstarf innan Evrópu.
MENNT - samstarfsvettvangur atvinnulífs og skóla
Mennt er samstarfsvettvangur aðila vinnumarkaðarins, skóla á framhalds- og háskóla-
stigi og sveitarfélaga. Fulltrúi VFI hjá Mertnt er Sigurður M. Garðarsson.
Mennt veitir árlega starfsmenntaverðlaun í samvinnu við Starfsmenntaráð og verðlaunin
fyrir 2003 voru veitt þann 12. september 2003. Forseti íslands, hr. Ólafur Ragnar
Grímsson, afhenti verðlaunin við hátíðlega athöfn að viðstöddu fjölmenni í húsnæði
3 1
Félagsmál Vfí/TFÍ