Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.2004, Page 20
Umfjöllun um framtíðarstefnu VFÍ í menntamálum: Nefndin fjallaði á allmörgum
fundum um framtíðarstefnu VFI í menntamálum, m.a. hvernig unnt yrði að fylgjast með
og tryggja gæði verkfræðináms við Verkfræðideild Háskóla lslands og ennfremur gæði
verkfræðináms við aðra háskóla sem hugsanlega munu taka upp kennslu í verkfræði á
næstu árum.
Eftirlit með misnotkun starfsheitisins: Nefndinni bárust allmargar ábendingar um að
menn væru titlaðir verkfræðingar án þess að hafa til þess tilskilið leyfi iðnaðar-
ráðuneytisins. Einkum bar á þessu á heimasíðum nokkurra verkfræðistofa. Fram-
kvæmdastjóri VFI sá um að skrifa viðkomandi stofum og biðja um að þetta væri leiðrétt,
sem var fljótlega gert í öllum tilvikum.
Samstarf við Verkfræðideild Háskóla íslands: Nefndin fékk til umsagnar frá
Verkfræðideild HI lokatillögur um tilhögun náms í hugbúnaðarverkfræði, en áður höfðu
verið haldnir fundir með fulltrúum Verkfræðideildar um þetta mál. Ennfremur fékk
nefndin tillögu Verkfræðdeildar „Verkfræðiháskóli - Framtíðarsýn" til skoðunar og
umsagnar. Nefndin telur samvinnu VFÍ og Verkfræðideildar HÍ mjög mikilvæga.
Samstarf við Tækniháskóla Islands: Haldinn var samráðsfundur þar sem nefndin fékk
á sinn fund fulltrúa THÍ til viðræðna um tæknifræðinámið og fyrirhugað meistaranám
við skólann. Nefndin fær margar umsóknir á hverju ári þar sem menn með tækni-
fræðipróf frá THI (áður TI) hafa bætt við sig ýmiss konar framhaldsnámi við erlenda
skóla og sækja síðan um að fá að nota starfsheitið verkfræðingur. Fundurinn var gagn-
legur fyrir báða aðila og vonandi verður framhald á samstarfi nefndarinnar við THI.
Löggildingarnefnd VFÍ
Starfsárið 2003-2004 skipuðu nefndina Hallgrímur Sigurðsson, Rúnar G. Sigmarsson og
Tómas R. Hansson. Nefndin hélt þrjá fundi á starfsárinu og voru teknar fyrir tíu
umsóknir um löggildingu. Flestar umsóknir fengu jákvæða afgreiðslu hjá nefndinni en
stundum er óskað frekari gagna um verkefni sem umsækjandi hefur unnið á viðkomandi
sérsviði. Einstaka umsókn var hafnað vegna ónógs reynslutíma eða ófullnægjandi
reynslu á sérsviðinu.
Siðanefnd VFÍ
Siðanefnd hélt sex bókaða fundi á starfsárinu. Til siðanefndar bárust tvær kærur, önnur
tölusett sem mál nr. 1 2003 og hin mál nr. 1 2004. Siðanefnd úrskurðaði í öðru málinu en
taldi hitt of seint fram komið. Að afgreiðslu málanna komu Pétur Stefánsson, Jóhann Már
Maríusson, Vífill Oddsson og Guðmundur G. Þórarinsson. Karl Ómar Jónsson lýsti sig
vanhæfan í fyrra málinu og kom Þórarinn Magnússon í hans stað. Stjórn VFÍ voru sendar
afgreiðslur beggja mála án nafna viðkomandi, eins og siðareglur VFÍ gera ráð fyrir.
Gerðardómur VFÍ
Eftir magra ára hlé var óskað eftir því að gerðardómur VFÍ væri skipaður og kallaður
saman til að dæma í einu máli. Dómsorð liggja ekki fyrir.
Byggingarverkfræðideild
Aðalfundur félagsins var haldinn í húsi Verkfræðingafélags íslands 11. júní 2003. Á fund-
inum urðu þær breytingar á stjórn félagsins að úr stjórn gengu Ingvar Stefánsson og Ari
Guðmundsson. I þeirra stað voru kjörnir Sverrir Sigurðsson, sem er varaformaður, og
Arbók VFl/TFl 2004