Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.2004, Page 271
Línuhönnun
verkfræðistofa
... á vit c/ÓÍkí venéa.
I GÓÐU HLJÓÐI
Ólafur Hjálmarsson lauk byggingarverkfræðiprófi frá Háskóla (slands 1987 og siðar Civ.lng.-prófi frá DTH 1989.1 námi r
sinu í Kaupmannahöfn lagði hann mesta áherslu á hljóðfræði (akustik) og var meistaraverkefni hans á því sviði.
Verkfræðingurá Linuhönnun 1989-96. Starfaði á verkfræðistofunni Scandicplan í Berlin 1996-97. Framhaldsnám í
hljóðeðlisfræði við Tækniháskólann i Berlín 1997-98. Fyrsta ársfjórðung 1999 lagði hann stund á grunnrannsóknir á
hegðun lágtíðnihljóðs hjá Fraunhofer-stofnuninni í Stuttgart. Áárunum 1997 til 2002 vann Ólafur að ýmsum
sérverkefnum fyrir Línuhönnun, gjarnan hljóðráðgjöf og erlendum verkefnum stofunnar. Siðustu þrjú árin hefur hann
starfað sjálfstætt að hljóðráðgjöf með eigið fyrirtæki, Óhm ehf. en starfar nú að nýju undir merkjum Línuhönnunar.
Inngangur
Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan greinarhöfundur skrifaði grein í Árbók VFÍ/TFÍ
2000/2001 um mikilvægi þess að hanna byggingar með tilliti til hljóðs. Það er góðs viti
að verkfræðingum sem sýna hljóðinu áhuga og sótt hafa sérmenntun á því sviði fjölgar
jafnt og þétt. Okkur hefur þokað hægt en bítandi fram á við og er nú svo komið að við
flestar nýjar opinberar byggingar er þess krafist að hljóðráðgjafi sé með í hönnunar-
hópnum.
Sérstaklega ánægjulegt er að fylgjast með vitundarvakningu arkitekta, sem á síðustu
árum óska æ oftar eftir því við verkkaupa, að eigin frumkvæði, að fá hljóðráðgjafa sér til
aðstoðar strax á hönnunarstigi. Það er vel. Eins og við er að búast þegar nýr hönnunar-
þáttur kemur til sögunnar eru skiptar skoðanir um til hvaða atriða hljóðhönnun eigi að
taka, hversu mikið hún megi kosta og jafnvel hver eigi að borga brúsann. Það sjónarmið
að kostnaður við hljóðráðgjöf skuli greiddur af þóknun arkitekta er á undanhaldi.
í gegnum árin hefur greinarhöfundur komið að hljóðhönnun bygginga með ýmsum
hætti. Fyrstu árin var algengast að hann færi yfir fyrirliggjandi hönnun með arkitektum,
reiknaði nauðsynlegar aðgerðir vegna hljóðvistar og skilaði tillögum til arkitekta með
sérstakri hljóðhönnunarskýrslu. í minni verkum hentar þessi leið ágætlega, en í stærri
verkum tryggir þessi verkmáti ekki nægilega vel að markmið hljóðhönnunar skili sér í
endanlegu mannvirki. Það sýnir reynslan. Til þess að tryggja réttan skilning verktaka og
eftirlits er mikilvægt að hljóðráðgjafi komi að gerð verklýsinga þar sem hljóðtæknikröfur
eru nákvæmlega tíundaðar. Auk náins samráðs við arkitekt þarf ennfremur að vera gott
samstarf á milli rafmagns- og lagnahönnuðar og hljóðráðgjafa, þannig að hvorki tækni-
búnaður, lagnir né frágangur lagnaleiða valdi ófullnægjandi hljóðvist. Og að síðustu þarf
eftirlit að vera í góðu sambandi við hljóðráðgjafa komi upp vafaatriði eða spurningar sem
tengjast hljóðvist.
Til þess að gefa innsýn í það viðfangsefni sem glímt er við þegar hús eru hljóðhönnuð
verður fjallað um þrjú verkefni sem greinarhöfundur átti aðild að. Þau eiga það sam-
Tækni- og vísindagreinar i 269