Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.2004, Blaðsíða 161
Reykjanesbraut, breikkun Hvassahraun - Strandarheiði
Fimmtudaginn 29. júlí 2004 opnaði Sturla Böðvarsson samgönguráðherra nýjar akreinar
Reykjanesbrautar fyrir umferð. Fjölmargir voru viðstaddir þessa athöfn og móttöku á
eftir í félagsheimilinu í Vogum.
Framkvæmd þessi var fyrsti áfangi breikkunar Reykjanesbrautar milli Hafnarfjarðar og
Reykjanesbæjar og eru mörk verkframkvæmdar annars vegar við mörk Hafnarfjarðar og
Vatnsleysustrandarhrepps og hins vegar um 3 km austan Vogavegar. Samtals er nýja
brautin 12,1 km, þar með talinn fléttukafli við báða enda.
í framkvæmdinni felst gerð nýrrar tveggja akreina akbrautar, gerð tvennra mislægra
gatnamóta, færsla á Vatnsleysustrandarvegi, gerð um 1 km malarvegar í átt að
Höskuldarvöllum og lagfæring á öryggissvæði með núverandi akbraut. Mislægu gatna-
mótin eru svipuð að formi til eða svokölluð tígulgatnamót þar sem hringtorg hvort sínum
megin Reykjanesbrautar tengja saman að- og fráreinar annars vegar og þverveg undir
brautina hins vegar. Byggð var ein brú í hvorri akbraut, þ.e. tvær á hvorum gatnamótum.
Útboð fór fram á haustdögum 2002 og var þá boðinn út 8,6 km kafli. Lægsta tilboð áttu
Háfell ehf., Jarðvélar ehf. og Eykt ehf. Samningur var undirritaður í byrjun desember
2002 og framkvæmdir hófust 11. janúar 2003. Vegna hagstæðs tilboðs og hagstæðra
aðstæðna við efnisvinnslu var ákveðið að semja við verktakann um 3,5 km viðbót við
verkið þannig að alls er nýja akbrautin 12,1 km.
Helstu hönnuðir og ráðgjafar: Hönnun hf., umhverfismat, frumdrög. Hnit hf, verk-
fræðistofa, aðalráðgjafi, veghönnun. Fjölhönnun ehf., brúarhönnun, veghönnun.
Rafteikning hf., lýsing. Arkþing, útlit brúa. Landslag ehf., landslagsmótun. Stuðull ehf.,
jarðfræðiathuganir. Vinnustofan Þverá ehf., umferðartækni, merkingar.
Aðalverktakar: Háfell ehf., jarðvinna. Jarðvélar ehf., jarðvinna. Eykt ehf., brúarsmíði.
Eftirlit: VSÓ ráðgjöf/ VSB verkfræðistofa.
Auk þess komu fjölmargir starfsmenn Vegagerðarinnar að þessu verki.
Kynning og tæknigreinar fyrirtækja og stofnana
1 5 9