Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.2004, Blaðsíða 244
steinefnavinnslu af alvöru gera sitt
besta til að uppfylla þær kröfur sem
nú eru gerðar.
Síðustu ár hefur innflutningur á
steinefnum farið vaxandi. Árið 2000
má ætla að flutt hafi verið inn sandur
og möl fyrir um 100 milljónir króna og
fyrirsjánlegt er að innflutningur verði
um eða yfir 200 milljónir innan tíðar.
Væri ekki skynsamlegra að efla inn-
lenda framleiðslu?.
Nú standa yfir miklar framkvæmdir
þar sem þörf er á hágæðaefni auk þess
sem sífellt eru gerðar auknar kröfur um betri gæði efnisins og bætta nýtingu þess. Því má
allt eins búast við að innan tíðar verði skortur á efni sem uppfyllir þær kröfur sem gerðar
eru, bæði hvað varðar efnisgæði og eins hvað varðar umgengni við náttúruna. Ekki er ráð
nema í tíma sé tekið og nauðsynlegt er að huga að því fljótlega hvar við ætlum að finna
það efni sem þarf í þessar framkvæmdir. Þá er nauðsynlegt að nýtingin sé í samræmi við
kröfur. Dæmi eru um byggðalög þar sem úrvals steypuefni var notað í fyllingar en nú
þarf að fara langt til að sækja nýtilegt efni. Mikilvægt er að hugsa til framtíðar og skipu-
leggja ekki byggð á svæðum þar sem byggingarefni er gott. Hægt er að skipuleggja
stærri námur úr klöpp tiltölulega nálægt byggð. Dæmi eru erlendis frá um að í slíkum
námum fari öll vinnsla efnisins (mölun og hörpun) fram neðanjarðar. Nauðsynlegt er,
fyrr en seinna, að gera úttekt á núverandi efnisnámum, einkum fyrir höfuðborgarsvæðið.
Það er ekki hægt að leggja þá ábyrgð á hendur steinefnaframleiðendum heldur verða
stjórnvöld að taka af skarið. í drögum að Staðardagskrá 21 fyrir Reykjavíkurborg var
áætlað að gera úttekt á núverandi efnisnámum og framtíðarsvæðum til efnisnáms
borgarinnar. Af óskiljanlegum ástæðum var þetta atriði þó horfið af dagskránni þegar
hún birtist í sinni endanlegu mynd. Við sem höfum unnið að þessum málum undanfarin
ár sjáum því síendurtekinn doða í meðferð yfirvalda á málaflokknum. ísland hefur jafn-
framt skuldbundið sig til að fylgja þeim stöðlum sem samþykktir verða innan evrópska
staðlaráðsins. Þetta þýðir m.a. að kröfur um framleiðslueftirlit og eiginleika steinefna
aukast. Þessar nýju kröfur eru margþættar og hefur því fyrirtækið Hönnun tekið þátt í að
miðla íslenskum framleiðendum af reynslu og þekkingu erlendis frá.
Þar sem mikill skortur hefur verið á frumkvæði að því að taka á nýtingu íslenskra stein-
efna, var á árunum 1996-2000 gerð umfangsmikil úttekt að frumkvæði höfunda, m.a. í
samvinnu við Rannsóknastofnun byggingariðnaðarins (Rb) og Samtök iðnaðarins. Verk-
efnið Námur efnisgæði og umhverfihz,3 fól í sér skoðun á ástandinu á landinu í heild og
tillögur sem miðuðu að því að bæta steinefnavinnslu á íslandi með hliðsjón af efnis-
gæðum og umhverfissjónarmiðum. Bent var á mikilvægi þess að kanna hvaða efni eru til
og hvar, þannig að hægt sé að skrá þau í sameiginlegan gagnagrunn. í kjölfar verkefnisins
voru sett fram ný lög á Alþingi þar sem Náttúrufræðistofnun íslands hefur fengið það
hlutverk að vinna að flokkun námasvæða eftir efni, magni, aðgengi, gæðum og verndar-
gildi. Vegagerðin er eini aðilinn sem hefur tekið af skarið og þróað skráningarkerfi, en
það snertir eingöngu hennar starfssvið.
Steinefni í steypu
Steinefni eða fylliefni eru uppistaðan í allri steypu, t.d. um 70% af rúmmáli algengrar
steypu. Því skiptir það og eiginleikar þeirra mjög miklu máli í allri mannvirkjagerð. Það
sem einkennir íslenskan steinefnaiðnað, einkum steypuefni, er að efnið er aðallega unnið
2 4 2
Arbók V F I / T F( 2004