Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.2004, Blaðsíða 275
kvæmari fyrir hávaða. Til þess að tryggja góðar aðstæður til virmu og fundarhalda
miðuðust settar kröfur við að meðalómtími í fullbúnum skrifstofum, rannsóknastofum
og fundarherbergjum væri á bilinu 0,6 til 0,8 sekúndur. Á göngum og í stigahúsum var
gerð sú krafa að ómtími væri innan við 1,0 sekúndu. Ómtíminn skyldi vera sem jafnastur
yfir tíðnisviðið frá 125 til 4000 rið. Frávik ómtíma einstakra áttunda frá meðaltali skyldi
vera innan við 0,2 sekúndur. Á tíðnisviðinu 500 til 4000 rið var ekki leyft að ómtími ein-
stakra áttunda lægi ofan við 0,8 sekúndur. Með vönduðum hljóðdeyfiloftum gekk vel að
uppfylla þessar kröfur. í hávaðasömum vélarrýmum var gengið lengra í hljóðdeyfi-
aðgerðum til þess að tryggja viðunandi vinnuumhverfi.
Þegar stór hluti starfsmanna vinnur í opnum vinnustöðvum er mikilvægt að tryggja góða
hljóðeinangrun fundarherbergja og lokaðra skrifstofa þar sem trúnaðarmál geta verið til
umfjöllunar. í innréttingaútboði var slíkum rýmum skipt í þrjá eftirfarandi flokka eftir
hljóðeinangrunarkröfu til innveggja; 37 dB, 44 dB og 52 dB. Þessi háttur var hafður á til
þess að verkkaupi gæti m.a. tekið tillit til hagkvæmnisjónarmiða við ákvörðun einangr-
unarstigs. Hurðir í viðkomandi veggjum skyldu uppfylla samsvarandi 30, 35 og 40 dB
hljóðeinangrunarflokk skv. DS 1082-1982. Til þess að tryggja að settar kröfur væru upp-
fylltar voru ákvæði í verklýsingu um prófanir. Það er skemmst frá því að segja að þetta
var sá verkþáttur sem var verktökum hvað þyngstur í skauti. Það er alveg ljóst í huga
greinarhöfundar að hér þurfa hljóðráðgjafar að veita verktökum og eftirliti betri stuðning
á verktíma, þannig að réttar lausnir séu valdar og fagleg vinnubrögð séu tryggð strax í
upphafi. Það er mjög kostnaðarsamt og erfitt verk að bæta ófullnægjandi hljóðeinangrun
eftir á.
Höfuðstöðvar Orkuveitu Reykjavíkur, Bæjarhálsi 1
Arkitektar: Hornsteinar Arkitektar og Teiknistofa Ingimundar Sveinssonar
Þegar greinarhöfundur kom að verki voru arkitektar komnir langt í útlitsmótun mann-
virkisins. Þeir þurftu því að sýna talsverðan sveigjanleika til þess að hægt væri að taka
mið af nauðsynlegum aðgerðum vegna hljóðvistar. Margt gerðu arkitektar mjög vel þó
ekki reyndist unnt að fara að ítrustu óskum hljóðráðgjafa í öllum tilvikum.
Fyrsta rýrnið sem atliyglin beindist að var hvolfrýmið á milli Austur- og Vesturhúss.
Rúmtak þess er nálega 10.000 m3. Mikilvægt var að ná sem bestum árangri þar sem
mötuneyti starfsmanna opnast inn í hvolfrýmið og í því er sömuleiðis móttaka fyrirtæk-
isins. Með hliðstæðum hætti og áður er lýst reiknaðist æskilegur ómtími 1,0 til 1,2 sek-
úndur. Hugmynd arkitekta að ytra útlit húsanna héldi sér inn í hvolfrýmið setti
mögulegum hljóðdeyfiaðgerðum ákveðnar skorður. Erfitt var að eiga við steinklæðningu
á Austurhúsi. Engu að síður var hægt að ná ákveðinni hljóðdeyfingu með því að tryggja
8 mm raufabreidd milli steinflísa. A veggfleti Vesturhúss, sem er innan hvolfrýmisins,
náðist veruleg hljóðdeyfing með því að verkkaupi og arkitektar féllust á að sígata þá
álklæðningu sem teiknuð hafði verið. Sú niðurstaða var ekki sjálfgefin og eiga arkitektar
og verkkaupi heiður skilinn fyrir þá ákvörðun. Á hliðstæðan hátt og áður er lýst voru
veggfletir lyftuturns og neðra borð allra göngubrúa nýtt til þess að draga úr hljómlengd
og jafna ómtíma hvolfrýmisins. Niðurstaða útreikninga varð meðalómtími um 1,35 sek-
úndur. Hann er jafn yfir tíðnisviðið, mesta frávik einstakra áttunda frá meðalómtíma
reyndist vel innan við 0,2 sekúndur. Þrátt fyrir að niðurstaðan sé nokkru ofan við sett
mörk er hún vel viðunandi eins og starfsmenn Orkuveitunnar hafa þegar reynt.
Tækni- og vísindagreinar
2 7 3