Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.2004, Blaðsíða 208
Elena. Verkefnið „ELENA - Creating a Smart Space for Learning" er fjölþj'óðlegt
Evrópusambandsverkefni. Verkefnið hófst haustið 2002 og lýkur að vori 2005. Á Islandi
er það rannsóknardeild Símans sem vinnur verkefnið í samvinnu við Kerfis-
verkfræðistofu Verkfræðistofnunar Háskóla íslands. Aðrir samstarfsaðilar í verkefninu
eru staðsettir víðs vegar í Evrópu. Markmiðið með verkefninu er að sýna fram á
hagkvæmni „snjallra námsvera" (e. smart space for learning). í verkefninu er notast við
vefkerfi sem heitir Agora [9,10,11].
Hjal. Islenskt verkefni sem var í gangi árið 2003. Verkefnið var samstarfsverkefni Símans,
Nýherja, Háskóla Islands, Grunns gagnalausna og Hex hugbúnaðar og var styrkt af
Tungutæknisjóði menntamálaráðuneytisins. Verkefnið fólst í því að gera tölvum og
tækjabúnaði kleift að skilja talað íslenskt mál. Byggð voru upp málsöfn og aðrir
þekkingargrunnar sem höfðu ekki áður verið til fyrir íslensku [11]. I verkefninu var
notast við vefkerfið Lotus QuickPlace sem Nýherji setti upp. Kerfið var þó að sögn not-
enda lítið notað, meðal annars vegna þess að auðvelt var að setja upp fundi enda
hópurinn lítill og lítt dreifður [9].
Kárahnjúkavirkjun. Undirbúningsframkvæmdir hófust vorið 2003 og er áætlað að taka
Kárahnjúkavirkjun, 690 MW vatnsaflsvirkjun á Austurlandi, formlega í notkun í byrjun
júní 2007. Landsvirkjun ákvað að nýta sér vefkerfið 4Projects vegna umfangs þessa
verkefnis og hófst innleiðing þess að hausti 2003. Notendur kerfisins koma frá
Landsvirkjun, hönnuðunum KEJV og þeim sem annast framkvæmdaeftirlit. Samskipti
innan verkefnisins eru eins og er ekki eingöngu í gegnum kerfið enda er ekki búið að setja
það sem skilyrði [9, 12].
Þátttaka
Heildarþátttaka í könnuninni var góð, þátttökubeiðni var send út til alls 106 aðila og var
svörunin 43,4%, eða 46 svör. Skráðir Elena-notendur eru 51 og var þátttökubeiðni send til
allra notendanna, en að sögn Sigrúnar Gunnarsdóttur (2004) eru þó aðeins um 11 virkir
notendur kerfisins [9]. Ef aðeins er miðað við virka notendur í Elena-verkefninu voru
þátttakendur í könnuninni alls 66 og svörunarhlutfallið því 69,7%. Tafla 1 sýnir nánari
skiptingu þátttöku. Fyrsti dálkur sýnir verkefnið, annar dálkur sýnir fjölda þeirra sem
skráðu sig sem notendur í viðkomandi verkefni, þriðji dálkur sýnir fjölda notenda
samkvæmt upplýsingum frá kerfisstjórum. Sérstaklega skal bent á að svarhlutfall
Kárahnjúkanotenda er 260%, m.ö.o. skráðu 13 manns sig sem notendur kerfisins í könn-
uninni en skráðir notendur hjá kerfisstjóra þess eru einungis 5 talsins. Skýringin á þessu,
eins og síðar verður vikið að, er sú að margir skráðu sig sem notendur bæði í
Búðarhálsvirkjun og Kárahnjúkavirkjun.
Tafla 1: Þátttaka í vefkönnun
Verkefni Fjöldi svara Fjöldi notenda kerfisins Svörun
Búðarhálsvirkjun 26 42 61,9%
Elena 11 51 21,6%
Elena* ii 11 100,0%
Hjal 5 8 62,5%
Kárahnjúkavirkjun 13 5 260,0%
önnur verkefni 8 - -
Heildarþátttaka 46 106 43,4% -
Heildarþátttaka* 46 66 69,7% -
* Ef aðeins er miðað við virka notendur Elena-kerfisins
2 0 6
Árbók VFl/TFÍ 2004