Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.2004, Blaðsíða 190
Mælingar á viðhorfi notenda
Það sem hefur áhrif á ánægju notenda með hugbúnaðinn er umfram allt hversu vel þeim
finnst hann mæta þörfum sínum hvað varðar virkni, afköst og öryggi. Athuga má ánægju
notenda með því að biðja þá um að svara spurningalista þar sem spurningarnar beinast
að ýmsum þáttum sem hafa áhrif á ánægjuna. Margir staðlaðir spurningalistar af þessu
tagi eru til. I þessari rannsókn var stuðst við QUIS-spurningalistann [12] en hann er mjög
langur og voru valdar 19 staðhæfingar úr honum. Þátttakendur voru beðnir um að gefa
þessum staðhæfingum gildi á bilinu 1 til 7 eftir því hversu ósammála staðhæfingunni (1)
eða sammála henni (7) þeir væru.
Helstu niðurstöður úr mælingu á ánægju eru eftirfarandi. Setningin „Ég er almennt
ánægður með kerfið", sem við getum litið á sem heildarmat á kerfinu, fær 5,2 í einkunn
og verður það að teljast allgott. Hins vegar fær staðhæfingin „Kerfið hefur allar aðgerðir
og möguleika sem ég bjóst við" 3,1 í einkunn en það bendir til að notendum finnist enn
vanta ýmislegt í kerfið.
Hæstu einkunn, 5,8, fær setningin „Það er gagnlegt að nota kerfið til að vinna verk mín"
en lægstu einkunn, 2,5, fær hins vegar setningin „Kerfið gefur villuboð sem vísa mér á
hvernig þarf að laga villurnar" en hins vegar fær setningin „Þegar mér verður eitthvað á
er auðvelt að leiðrétta það" 4 í einkunn en það er í meðallagi. Þetta virðist benda til að
það sé ekki svo erfitt að lagfæra villur þó að kerfið sé lélegt í að gefa leiðbeiningar um
það hvernig eigi að laga þær.
Fylgni á milli bakgrunns þátttakenda og viðhorfi til kerfisins
Við notendaprófanirnar voru nokkrir spumingalistar lagðir fyrir þátttakendur. í fyrsta
spurningalistanum var spurt um þátttakandann, t.d. kyn, aldur, starf og reynslu, svo sem
reynslu af því að nota BráðaVá. Þá eru spurningar sem varða tölvuumhverfi hans. Þar má
nefna til dæmis hvaða stýrikerfi hann vinnur í eða hvaða vafra hann notar. Að lokum
kom síðan spurningalistinn sem beindist að viðhorfi þátttakenda til kerfisins.
Athugað var hvort fylgni væri annars vegar með svörum um bakgrunn þátttakenda og
hins vegar svörum við spurningalista um ánægju þeirra með kerfið. Reiknaður var
Pearson-stuðull en hann er alltaf á bilinu -1 til 1. Ef stuðullinn er nálægt 0 er engin fylgni
milli samanburðardálka en ef hann er nálægt 1 er mikil fylgni. Neikvæður fylgnistuðull
þýðir að fylgni er öfug, það er ef stuðullinn er nálægt -1 þýðir það að lágt gildi í A gefur
hátt gildi í B og hátt gildi í A hefur í för með sér lágt gildi í B. Til að meta hvað fylgni-
stuðullinn þarf að vera hár til að hægt sé að tala um marktæka fylgni skiptir stærð
úrtaksins meginmáli en hér er viðmiðunargildi á marktæknimörkum fylgnistuðulsins
0,63. [1]
Athuguð var fylgni með einhverri eftirtalinna bakgrunnsspurninga
• kyni
• aldri
• þekkingu á jarðskjálftafræði
• notkun á kerfinu BráðaVá
við einhverja af staðhæfingunum 19.
Niðurstaðan er að neikvæð marktæk fylgni er með aldri og setningunni „Mér finnst
þægilegt að nota kerfið". Fylgnistuðull er -0,65 en þetta þýðir að eldra fólki finnst óþægi-
legra að nota kerfið og yngra fólki finnst það þægilegra. Marktæk fylgni reyndist ekki
vera með kyni eða þekkingu á jarðskjálftafræði við neina af setningunum.
1 8 8
Arbók VFf/TFl 2004