Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.2004, Side 241
Helstu verkþættir
Dýpkun við löndunarbryggju 1 999
í apríl 1999 var boðin út dýpkun að fyrirhugaðri löndunarbryggju. Samið var við Dýpkun
sf. en verðtilboð fyrirtækisins nam 96% af áætlun hönnuða. Verkið var hannað
samkvæmt niðurstöðum úr líkantilraunum sem gerðar voru af höfninni. Sprengt var
2.910 m2 svæði framan við bryggjustæðið og dýpkað í 8 m. 50 m breið innsiglingarrenna
að bryggju var dýpkuð í 7 m. Magn efnis sem kom úr dýpkuninni var tæplega 30.000 m3.
Jafnframt dýpkuninni var samið við Dýpkun sf. um að sprengja rás fyrir þil löndunar-
bryggju.
Fylling að löndunarbryggju 2000
í mars var boðin út fylling að bryggjunni og samið við lægstbjóðanda, Eyjólf Jónsson frá
Hrísey. Alls var ekið í fyllinguna 16.000 m3 af efni úr grjótnámunni á Kolbeinstanga, en
þar af voru um 10.000 m3 utan styrkhæfnismarka bryggjunnar.
Kaup á stálþili 2000
Keypt voru 100 tonn af stálþili frá ARBED gerð AZl 8+0,5 og 55 tonn af festingaefni frá
Anker Schroeder. Þilið var hannað fyrir 8 m dýpi.
Rekstur stálþils 2000
Rekstur þilsins, fylling að þili, steyptur kantur og bygging ljósamasturshúss var boðið út
í júní. Samið var við lægstbjóðanda, Lúvís Pétursson frá Selfossi. Skemmdir urðu á þilinu
við rekstur þess og varð að gera við það árið eftir.
Dýpkun innsiglingaleiðar innan Skipahólma 2001-2002
Dýpkun innsiglingarleiðar innan Skiphólma var boðin út og tilboð opnuð 8. ágúst 2001.
Samið var við lægstbjóðanda, Sæþór ehf., en tilboð hans nam 97,5 milljónum króna og var
aðeins 44% af kostnaðaráætlun. I byrjun september hófust framkvæmdir við dýpkunina
og lauk þeim árið eftir.
Rennan innan við hólmann, sem er 41 m á breidd, var dýpkuð í 9,0 m dýpi inn á móts við
Kaupfélagsbryggjuna. Rennan frá Kaupfélagsbryggju að snúningshring var dýpkuð í
8,6 m dýpi. Lengd rennu er 450 m inn að bryggju. I heild var dýpkað á 51.328 m2 svæði.
Viðgerð á stálþili 2001
Unnið var að viðgerð á stálþili löndunarbryggju, en kafaraskoðun leiddi í ljós að þilið
hafði skemmst mun meira en í fyrstu var talið þegar plötur í því gengu upp í sjógangi
haustið áður. Ákveðið var að skipta um þær tíu plötur á miðkafla þilsins sem verst voru
farnar. Samið var við Sæþór ehf. um að annast viðgerðina. Framkvæmdir hófust um
miðjan september og lauk í desemberbyrjun.
Þekja á löndunarbryggju 2002
Sett var þekja á löndunarbryggju að stærð 2.358 m2, lagðar ídráttarlagnir fyrir rafmagn
og vatnslagnir, stigaljós sett, gengið frá úttaksbrunnum fyrir vatn og rafmagn, sett upp
aðaltafla og allt rafmagn tengt.Verkið var unnið af Mælifelli ehf. á Vopnafirði.
Tækni- og vísindagreinar
2 3 9