Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.2004, Blaðsíða 246
sandinum virkar sem smurning í dæluslöngum og rörum. Ekki hefur orðið vart við
merkjanlegar breytingar á loftinnihaldi við íblöndun vélurtnins sands. Þar sem fínefjan er
seigari má búast við að loft í mögrum blöndum verði stöðugra. Ef notkun þjálniefna er
aukin samfara íblöndun vélunnins sands getur það leitt til meira þjálnitaps og lengri
binditíma. Reynslan sýnir að áferð veggja, súlna og annarra byggingarhluta með stóra
yfirborðsfleti sé mjög góð og að lítið beri á loftbólum. Almennt séð helst þrýstiþol í
styrkleikaflokkunum C25 og C35 óbreytt eða vex við íblöndun vélunnins sands. Þá eykst
þéttleikinn við íblöndun vélunnins sands, einkum hjá mögrum blöndum.
Notkun vélunnins sands í sjálfútleggjandi steypu
Ahugi hefur aukist verulega á sjálfútleggjandi steypu (Súl-Pak) á síðustu árum. Rb hefur
farið fyrir rannsóknum á sjálfútleggjandi steypu og hefur efnið komið við sögu í a.m.k.
þrennum framkvæmdum. Munur á samsetningu Súl-Pak og hefðbundinnar steypu ligg-
ur aðallega í háu fínefnainnihaldi og notkun á flot- og þykkingarefnum. íslensk steinefni
eru fínefnasnauð og því fremur óhagstæð til framleiðslu á Súl-Pak steypu. Norskur sand-
ur hefur því verið notaður hér á landi hingað til. Erlendis hefur verið notuð svifaska, gjall,
fínmalaður kalksteinn, sement o.fl. sem fínefni í Súl-Pak steypu. Vegna þess hve vél-
unninn sandur er ríkur af fínefnum gæti hann hentað vel í Súl-Pak steypu. Ef kornalögun
er góð eru fínefnin í honum ekki mjög vatnskrefjandi. í Noregi er unnið með tilraunir og
rannsóknir á notkun vélunnins sands í Súl-Pak steypu og hefur árangurinn til þessa verið
jákvæður. Þannig nýtast fínefnin úr vélunna sandinum til að auka fínefjuna og gera hana
stöðuga. Súl-Pak steypa, þar sem fínefnin koma nær eingöngu úr vélunnum sandi, hefur
verið notuð í nokkrar framkvæmdir í Noregi með góðum árangri.
Stuðlaberg í Stykkishólmi.
Lokaorð
í samantekt má segja að ástæða sé til að bæta fram-
leiðslu á steinefnum hérlendis. Framleiðsla á vél-
unnum sandi er góður kostur. Reynsla erlendis frá
sýnir að slíkur sandur hentar vel í steinsteypu, fram-
leiðsla verður hagkvæmari, kostnaður lækkar og
gæði aukast.
Við þurfum að standa vörð um lífsgæðin, ekki bara
húsin, rafmagnið og vegina heldur og ekki síður um
náttúruna fyrir okkur sjálf og komandi kynslóðir.
Velferð sérhverrar þjóðar byggist á því að auðlindir
hennar séu nýttar skynsamlega. Sérhverri kynslóð
ber skylda til að skila landinu í jafngóðu eða betra
ástandi til þeirrar næstu. Þetta er megininntak hug-
taksins „sjálfbær nýting".
Helstu heimildir
[1] Borge Johannes Wigum, Edda Lilja Sveinsdóttir, Eyjólfur Bjarnason og Þorbjörg Hólmgeirsdóttir, 1998: Námur - efnis-
gæði og umhverfi. - 1. hluti: Staðan ídag. Rannsóknastofnun byggingariðnaðarins, skýrsla nr. 98-02,73 bls.
[2] Borge Johannes Wigum, Þorbjörg Hólmgeirsdóttir og Viktorla Gilsdóttir, 1999: Námur - efnisgæði og umhverfi. -2. hluti:
Endurskoðun vinnslu i steinefnanámum - Kornalögun. Rannsóknastofnun byggingariðnaðarins, skýrsla nr.99-11,42 bls.
[3] Borge Johannes Wigum og Þorbjörg Hólmgeirsdóttir, 2000: Námur - efnisgæði og umhverfi. - 3. hluti: Þróun gæðaeftir-
litskerfa fyrir íslenskan steinefnaiðnað. Rannsóknastofnun byggingariðnaðarins, skýrsla nr. 00-04,27 bls.
2 4 4
Arbók VFÍ/TFÍ 2004