Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.2004, Page 224
Niðurstöður
Niðurstöður eru í tvennu lagi: Annars
vegar jafnhættulínur, teiknaðar eftir
niðurstöðum hermunar, hins vegar
tölulegar niðurstöður samkvæmt
CRM.
Mynd 7 sýnir jafnhættuferla miðað
við venjulegar aðstæður:
Myndin miðast við svonefnda heildar-
áhættu á ársgrundvelli og sýnir líkur á
því að ein flugvél að minnsta kosti fari
um hvern stað, miðað við 2 m hæð frá
jörðu. Opinber viðmiðun fyrir slíka
áhættu er 1E-03, sem miðast við
10.000 flugvélar á ári. Af mynd sést að
línan sem svarar til þessa gildis,
merkt sem -3, rétt nær út fyrir braut-
ina sjálfa. Því má ætla af hermunar-
aðferð að öryggi við dæmigerða
flugumferð sé nægilegt.
/■ Tafla 2: Hámarksáhætta hvers svæðis
Svæði Mesta áhætta
A 6,4E-09
B 2,8E-08
c 1,1E-09
D 8.8E-09
E 7,0E-09
F \ 9,5 E-11
Með CRM-aðferð voru skoðaðar yfir 80 hindranir, og ekki talin ástæða til að
birta niðurstöðu fyrir þær allar. Forritið framkvæmir reikninga út frá OCH-gildi
(e. Obstacle Clearance Height) sem má útleggja sem þá hæð sem flugmaður
reynir að halda yfir hindrunum á jörðu niðri. Bæði eru birtar niðurstöður fyrir
tiltekin gildi á OCH og fyrir útreiknað lágmarksgildi. Eins eru niðurstöður
sundurliðaðar eftir hraðaflokki. Tafla 2 sýnir hámarksáhættu fyrir hvert hindr-
anasvæði, miðuð við lágmarksgildið 51 m á OCH í hraðaflokki A (raunhæfastur
fyrir Reykjavíkurflugvöll)
Ekkert gildi fer yfir viðmiðunarmörk.
Samanburður aðferða
CRM-aðferðin er heldur varfærnari en hermunaraðferð, enda byggir hún á „verri"
gögnum - gögnum sem sýna töluvert meiri dreifni nálægt lendingarpunkti. Það útskýrir
tölulegan mun á niðurstöðum, sem er lítill nálægt flugbraut en mun meiri eftir því sem
utar dregur. Við samanburð aðferðanna ber að hafa í huga að önnur byggist á hermun en
hin á statískum útreikningum. Hermunaraðferðin skoðar í raun allt landslag á svæði sem
er til skoðunar og metur líkindi á að flugvél finnist undir gefinni hæð (2 m) yfir hverjum
reit. Hér er til dæmis átt við líkindi þess að flugvél sé staðsett 2 m yfir húsþaki. CRM fæst
beint við byggingar og aðrar hindranir, þó vissulega sé hægt að tákna með henni hæðir
og hóla og aðrar náttúrlegar hindranir. Ekki var talinn grundvöllur fyrir því að draga
ályktanir um einstakar hindranir á grundvelli hermunarniðurstaðna. Ástæða þessa er sú
að hermunin gerir ráð fyrir að lofthelgin sé bútuð niður í kassa sem eru bæði stærri en
flestar hindranir og erfitt að gera ráð fyrir að hindranir falli vel innan kassanna. Þar að
auki er ekki gert ráð fyrir skuggun, sem er mikilvægt þar sem hindranir liggja mjög þétt.
Takmarkanir beggja aðferða, hvorrar fyrir sig og sameiginlegar, eru útlistaðar í töflu 3:
2 2 2
Arbók VFl/TFl 20C4