Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.2004, Page 188
Verkefiii 3. Heklugos árið 2000
I þessu verkefni var skoðaður aðdragandi Heklugoss 26. febrúar 2000. Helstu atriði sem
reynt var á: Þenslumælar, þenslumælingar, mæling á fjarlægð.
Verkefni 4. Skjálftar í Skeiðarárjökli
Næst var sjónum beint að skjálftum í Skeiðarárjökli og athugað tímabilið frá september
til október 2002. Helstu atriði sem reynt var á: Mælistöðvar jarðskjálfta, nöfn þeirra og
skammstafanir, óróamælingar, vikuleg uppsöfnun skjálfta, skýrsla um skjálfta og mynd
af Grænalóni.
Verkefni 5. Skjálftar í Hengli
Hér var ætlunin að kanna skjálfta sem hafa orðið á Hengilssvæðinu í september og
október 2003. Helstu atriði sem reynt var á: Jarðskjálftar og virka gosbeltið.
Greining á villum
Úrvinnsla fór þannig fram að hlustað var á hljóðupptökur af því þegar hugsað var
upphátt og þær bornar saman við athugasemdir sem prófari hafði skráð á sérstakt
eyðublað meðan prófanirnar fóru fram. Þá var hugað að atriðum sem ollu þátttakendum
erfiðleikum og var reynt að meta hversu slæm áhrif villurnar höfðu á þá. Ef þær ollu
smávægilegum pirringi eða hiki hjá þeim var áhrifastig metið lágt. Ef þátttakendur gátu
leyst verkefnið með því að fara krókaleið voru áhrif þeirrar villu metin í meðallagi. Það
kom jafnvel fyrir að þátttakandinn gerði sér ekki grein fyrir því að hægt væri að leysa
verkefnið á auðveldan hátt. Ef villan hafði þau áhrif að þátttakandinn gafst upp við að
leysa verkefni var áhrifastig villunnar metið hátt. Fljótt kom í ljós að ef nytsemisvanda-
málið tengdist almennri aðgerð eins og til dæmis að þysja (e. zoom in) þá gat villan komið
oft fyrir hjá sama þátttakandanum. Því var á þessu stigi ákveðið að reyna að koma því
þannig fyrir að hver villa væri aðeins talin einu sinni hjá hverjum þátttakanda. Búin var
til tafla þar sem allar villur voru skráðar og var þeim raðað í númeraröð hjá hverjum þátt-
takanda. Að lokum voru sameinaðar villur sem varða sama hluta notendaviðmótsins og
fleiri en einn þátttakandi fékk [3] [4]. Þá var mjög algengt að villurnar hefðu mismunandi
áhrif á þátttakendur. Þannig gat ein og sama villan valdið hiki eða farið í taugarnar á
einum notanda, svo gat annar notandi þurft að leita fram og til baka um ótal vefslóðir
áður en hann áttaði sig, sá þriðji hreinlega gafst upp á að leysa verkefnið og sá fjórði kom
með tillögu til úrbóta án þess að þetta truflaði hann. Á þennan hátt voru alls greindar 40
mismunandi villur. I framhaldi af þessu voru dregnar eftirfarandi ályktanir um endur-
bætur á kerfinu og er þeim raðað eftir tíðni og því hversu alvarlegar þær voru:
• Þátttakendum reyndist mjög erfitt að finna fyrirfram unnar skýrslur en þeir leituðu
gjarnan undir tenglinum Skýrslusafn jarðeðlissviðs.
• Nokkrir þátttakendur áttu í verulegum erfiðleikum með að stjórna þysjun og mæl-
ingartóli.
• Skýringar vantar á litum og táknum á kortinu.
• Skipuleggja þarf betur listann yfir þekjur. Það kemur fyrir að þátttakendur eiga erfitt
með að greina á milli atriða í listanum. Enn fremur kemur fyrir að notendum tekst
ekki að finna atriði nátengd öðrum sem þeim hafði tekist að finna stuttu áður en
ástæðan er að þessi nátengdu atriði eru ekki samliggjandi í listanum.
• Það þarf að leita leiða til að einfalda listun atburða. Einn þátttakandi, sem tókst að
finna út úr því hvernig á að gera þetta, lýsir því svo að það sé þrennt sem þarf að
finna út til að fá þetta til að virka en það sé óþarflega flókið.
1 8 6
Arbók VFl/TFl 2004