Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.2004, Blaðsíða 59
Hrein eign til greiðslu lífeyris var í árslok 2003 kr. 14.189.731.909. Nafnávöxtun sam-
tryggingardeildar var 12,70% á árinu 2003, raunávöxtun fyrir rekstrarkostnað var 9,91%
og hrein raunávöxtun var sem fyrr segir 9,67%. Meðaltal hreinnar ávöxtunar síðustu
fimm ár er jákvætt um 0,82% og síðustu tíu ára um 4,07%.
Þetta var fimmta starfsár séreignardeildar sjóðsins. Iðgjaldagreiðslur jukust um 13,6% frá
fyrra ári og greiddu 713 sjóðfélagar í þennan sparnað. Hrein eign deildarinnar í lok ársins
2003 var kr. 556.963.348 og hafði aukist um 55,5% frá fyrra ári. Nafnávöxtun
séreignardeildarinnar var 11,20%, raunávöxtun var 8,26% og hrein raunávöxtun 7,94%.
Meðalraunávöxtun sl. fimm ár er 4,85%.
Réttindi sjóðfélaga
Tryggingafræðingur sjóðsins, Bjarni Guðmundsson, hefur gert tryggingafræðilega úttekt
á stöðu sjóðsins í árslok 2003.
Heildareignir sjóðsins eru um 2.341 milljón króna lægri en heildarskuldbindingar
sjóðsins, eða sem nemur 6,9%. Hefur hér orðið styrking frá fyrra ári, þegar heildareignir
voru um 8,9% minni en skuldbindingar.
Samkvæmt lögum ber að breyta réttindaákvæðum samþykkta ef munur milli eignarliða
og lífeyrisskuldbindinga nemur meira en 10% eða hefur haldist yfir 5% samfellt í fimm
ár. Munurinn hefur haldist milli 5 og 10% í þrjú ár og er því ekki tilefni til að breyta
réttindaákvæðum sjóðsins.
Engar breytingar voru gerðar á ákvæðum samþykkta sjóðsins um réttindaöflun á síðasta
ári. Hins vegar voru gerðar minniháttar lagfæringar á ákvæðum um útgreiðslu lífeyris úr
samtryggingardeild, þar sem heimilað var að greiða lágar fjárhæðir út í eingreiðslu, og
ýmis ákvæði um séreignardeild voru samræmd því sem almennt tíðkast hjá
séreignardeildum annarra sjóða.
Málaferli gegn sjóðnum
Á síðasta ári ákváðu þrír sjóðfélagar að höfða mál gegn sjóðnum. Ágreiningur þeirra við
sjóðinn snýst aðallega um tvö atriði. Annars vegar um aukaaðalfundi og hins vegar um
lækkun verðtryggingarhlutfalls úr 90% í 80%.
Til að útskýra fyrra atriðið er rétt að nefna hér til sögunnar að í samþykktum sjóðsins
segir í 17. grein: „Til breytinga á samþykktum þessum þarf 2/3 greiddra atkvæða á aðal-
fundi eða samþykki með einföldum meirihluta á tveimur aðalfundum í röð."
Breytingar sem gerðar voru á samþykktum sjóðsins árið 2000 hlutu á aðalfundi meira en
helming en minna en 2/3 atkvæða. Stjórnin boðaði því til aukaaðalfundar þar sem
breytingarnar hlutu á ný meira en helming greiddra atkvæða. 1 framhaldi af þessu
staðfesti fjármálaráðuneytið breytingarnar að fenginni umsögn Fjármálaeftirlitsins.
Gerður er ágreiningur um að heimilt sé að boða til aukaaðalfundar til að fullnægja
ákvæði um samþykki tveggja aðalfunda í röð.
Til að útskýra seinna ágreiningsmálið er rétt að rifja upp nokkur atriði úr sögu sjóðsins.
Með reglugerðarbreytingum, sem tóku gildi árið 1991, var tekin upp verðtrygging hjá
sjóðnum. Fram að því höfðu réttindi hjá sjóðnum ekki verið verðtryggð. Þó hafði árið
1979 verið samþykkt á aukaaðalfundi að greiða 80% verðtryggingu þar til trygginga-
fræðileg úttekt hefði farið fram á sjóðnum á næsta ári á eftir. I reynd var þetta framkvæmt
án heimilda í samþykktum sjóðsins til ársloka 1990.
s 7
Félagsmál Vfí/TFÍ